Úrval - 01.02.1944, Blaðsíða 47
, ,P ARlS ARD AMAN'
45
skjótt og undirbúningnum var
lokið, var komið með aðalhluti
fallbyssunnar frá Essen.
Rogge varaflotaforingi, —
yfirmaður vopnatækni-deildar-
innar í flotamálaráðuneytinu, —
st jórnaði þessari skotæfingu;
sér til aðstoðar hafði hann einn
þeirra sérfræðinga, sem umsjón
hafði haft með smíði fallbyss-
unnar, Rausenberger prófessor.
En auk þess sjóliðskaptein og
marga foringja, verkfræðinga
og verkamenn, vara-skyttur,
lækni, hjúkrunarsveitir o. s. frv.
Síðast kom „hlaupið." Það
var 34 m. langt, 1 m. að ytra-
þvermáli, og mjókkaði lítið eitt
fram. Hlaupvíddin var 21 cm.,
en sjálft hlaupið vóg 200 smál.
Þessi ferlegi hólkur var af beztu
tegund stáls, og átti að vera
algerlega gallalaus steypan.
Fagmenn einir geta nokkurn
veginn gert sér grein fyrir, hví-
líka vandasmíði hér var um að
ræða. Sjálft fallbyssu-,,stykkið“
var 250 smálestir að þyngd og
undirstöðustöpullinn 300 smá-
lestir. — Allur þunginn var
þannig 700 smálestir, sem hvíldi
á 12 fermetra svæði, þ. e. 62,5
smálesta þrýstingur á hvern
fermetra jarð-svæðisins. Þar
við bættist svo auka-viðbragð,
þegar skotið reið af. Upphaflega
var gert ráð fyrir því, að hlaup-
hólkurinn myndi aðeins þola 65
skot, — þá yrði að skipta um.
Einnig var gert ráð fyrir þvi,
að „kúlumar“ yrði að hafa
smá-stækkandi (að gildleika)
vegna bruna og shts á hlaupinu.
Skotin voru því tölumerkt fyrir
fram, og voru notuð í nákvæm-
lega réttri röð.
Við smíði þessa ferlíkis urðu
menn að fara eftir algerlega
nýjum og óreyndum útreikn-
ingum, og höfðu því verið gerðar
margvíslegar efnafræði-, eðlis-
fræði- og tæknilegar rannsókn-
ir í þessu augnamiði. Árið 1914
höfðu menn af hendingu tek-
ið eftir því, á skotæfingu, að
hægt var að knýja skot lengri
vegalengd, ef skeytið næði upp
í hin hærri og þynnri loft-belti.
Á þeim grandvelli var hlaup-
halla Parísar-f allbyssunnar stillt
í 52 gráðu skot-halla, þegar
lengst skyldi dregið. Með þeim
halla átti fallbyssan að draga
128 km. Hnattlögunar jarðar-
yfirborðsins var einnig gætt.
Flughæðin var reiknuð að yrði
40 km. og flugtíminn 3*4 nxín-
úta,
Hinn 34 m. langi hlaup-hólk-