Úrval - 01.02.1944, Qupperneq 108
106
ÚRVAL
hver segði við mig: ,,Þú segist
geta skrifað eins og Fauikner,
gott og vel, sýndu að þú getir
það.“ Ef einhver segði þetta við
mig myndi ég verða hvumsa,
og ég myndi verða að játa, að'
ég gæti það ekki. Eigi að síður
læt ég þessa fullyrðingu standa.
Og það sem meira er, enginn
getur sannað, að hún sé röng;
ég gæti gert færasta sálsýkis-
fræðing Vínarborgar að vitfirr-
ing í augum lærisveina hans,
eða ef ég kærði mig ekki um
það, gæti ég gert mig eins leið-
inlegan og kjánalegan og rök-
vísan og dómara í hæstarétti
Bandaríkjanna. Sagði ég ekki,
að í holdi mínu væri geymd öll
fortíð mannsins? Og vissulega
hafa í þeirri fortíð verið til
heimskingjar.
Ég veit það ekki, en verið
getur að til séu lög gegn rit-
hætti eins og þessum. Það get-
ur verið, að hann sé ekki í sam-
ræmi við rétta hegðun. Ég vona
það. Mér er ómögulegt að mis-
þyrma flugu, sem sezt hefir á
nefið á mér, eða stíga ofan á
maur, eða særa tilfinningar
nokkurs manns, en ég get ekki
stillt mig um að hæðast að öll-
um lögum sem sett eru til að
hefta mannsandann. Það er
mér eðlisnauðsyn, að stinga
prjónum í útblásna belgi. Ég
hefi yndi af að valda smá-
sprengingum hjá vindmiklum
siðaprédikurum, hugleysingjum
og spekingum. Hlustið og þið
munuð heyra slíkar smáspreng-
ingar í þessu greinarkomi.
Allir þessir útúrdúrar kunna
að virðast tilgangslausir og só-
un á tíma, en svo er ekki. Það
liggur ekki vitund á — ég get
gengið hundrað metra brautina
á heilum degi — og hver sem
vill getur lagt þessa sögu til
hliðar og lesið eitthvað í
„Cosmopolitan” í staðinn. Ég
bið engan um að staldra við. Ég
lofa ekki gulleplum öllum þeim
sem hafa þolinmæði. Ég sit í
herberginu mínu, lifi lífi mínu,
skrifa á ritvélina mína. Ég sit
í návist föðurs míns, sem farinn
er af jörðinni fyrir svo mörgum
árum. Á tveggja eða þriggja
mínútna fresti lít ég á þung-
lyndislegt andlit hans til að sjá
hvernig honum líkar. Það er
eins og að líta í spegill, því að
ég sé sjálfan mig. Ég er á svip-
uðum aldri og hann var þegar
myndin var tekin, og ég er með
eins yfirvaraskegg og hann
hafði þá. Ég dýrka þennan
mann. Alla ævi hefi ég dýrkað