Úrval - 01.02.1944, Page 108

Úrval - 01.02.1944, Page 108
106 ÚRVAL hver segði við mig: ,,Þú segist geta skrifað eins og Fauikner, gott og vel, sýndu að þú getir það.“ Ef einhver segði þetta við mig myndi ég verða hvumsa, og ég myndi verða að játa, að' ég gæti það ekki. Eigi að síður læt ég þessa fullyrðingu standa. Og það sem meira er, enginn getur sannað, að hún sé röng; ég gæti gert færasta sálsýkis- fræðing Vínarborgar að vitfirr- ing í augum lærisveina hans, eða ef ég kærði mig ekki um það, gæti ég gert mig eins leið- inlegan og kjánalegan og rök- vísan og dómara í hæstarétti Bandaríkjanna. Sagði ég ekki, að í holdi mínu væri geymd öll fortíð mannsins? Og vissulega hafa í þeirri fortíð verið til heimskingjar. Ég veit það ekki, en verið getur að til séu lög gegn rit- hætti eins og þessum. Það get- ur verið, að hann sé ekki í sam- ræmi við rétta hegðun. Ég vona það. Mér er ómögulegt að mis- þyrma flugu, sem sezt hefir á nefið á mér, eða stíga ofan á maur, eða særa tilfinningar nokkurs manns, en ég get ekki stillt mig um að hæðast að öll- um lögum sem sett eru til að hefta mannsandann. Það er mér eðlisnauðsyn, að stinga prjónum í útblásna belgi. Ég hefi yndi af að valda smá- sprengingum hjá vindmiklum siðaprédikurum, hugleysingjum og spekingum. Hlustið og þið munuð heyra slíkar smáspreng- ingar í þessu greinarkomi. Allir þessir útúrdúrar kunna að virðast tilgangslausir og só- un á tíma, en svo er ekki. Það liggur ekki vitund á — ég get gengið hundrað metra brautina á heilum degi — og hver sem vill getur lagt þessa sögu til hliðar og lesið eitthvað í „Cosmopolitan” í staðinn. Ég bið engan um að staldra við. Ég lofa ekki gulleplum öllum þeim sem hafa þolinmæði. Ég sit í herberginu mínu, lifi lífi mínu, skrifa á ritvélina mína. Ég sit í návist föðurs míns, sem farinn er af jörðinni fyrir svo mörgum árum. Á tveggja eða þriggja mínútna fresti lít ég á þung- lyndislegt andlit hans til að sjá hvernig honum líkar. Það er eins og að líta í spegill, því að ég sé sjálfan mig. Ég er á svip- uðum aldri og hann var þegar myndin var tekin, og ég er með eins yfirvaraskegg og hann hafði þá. Ég dýrka þennan mann. Alla ævi hefi ég dýrkað
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.