Úrval - 01.02.1947, Qupperneq 20
18
tJHVAL,
heyrði einhvern fálma við dyrn-
ar og hélt niðri í mér andanum.
Hann kom inn, læsti dyrunum á
eftir sér og kveikti ljósið.
Þarna stóð hann, miðdepill
alls, og ljósið glampaði á dökku
hári hans. Svo gekk hann til
mín, tók rósavönd undan
skikkju sinni og kastaði rósun-
um yfir mig. Það var dásam-
legt! Sumar voru kaldar við-
komu. Hann tók af sér skikkj-
una. Ég elskaði líkama hans í
bláa einkennisbúningnum. Og
svo, já, svo lyfti hann mér upp
úr rúminu, með rósunum, og
kyssti mig. Og svo kyssti hann
mig!
Hún þagnaði og varð hugsi.
— Ég fann munn hans gegn-
um þunna náttkjólinn. Svo varð
hann rólegur og þögull. Hann
tók af mér náttkjólinn og horfði
á mig. Hann hélt mér dálítið frá
sér og munnur hans var opinn
af undrun — undnm og til-
beiðslu og stolti! Ég varð hrif-
in af tilbeiðslu hans. Svo lagði
hann mig aftur í rúmið, breiddi
vel ofan á mig og lagði rósirnar
á koddann rétt við hár mitt.
Hann afklæddist algerlega
feimnislaust og blátt áfram. Og
hann var dásamlegur svo ungur,
grannur og íturvaxinn, og
brennandi af ást til mín. Hann
stóð á gólfinu og horfði auð-
mjúkur á mig og ég breiddi út
faðminn móti honum.
Við elskuðum hvort annað
alla nóttina. Lítil rósablöð
loddu alls staðar við hann eins
og rautt blóð, þegar hann reis
upp. Hann var bæði stoltur og
blíður.
Varir Anitu titruðu og hún
þagnaði.
— Þegar ég vaknaði morg-
uninn eftir, var hann farinn.
Hann hafði skrifað nokkur ást-
arorð á nafnspjaldið sitt, sem
var með gullkórónu, og lagt það
á smáborð í herberginu. Hann
bað mig um að hitta sig aftur
á Briihler Terrasse um eftir-
miðdaginn. En ég fór með morg-
unlestinni til Berlín.
Við vorum þögul. Niður
fljótsins barst úr fjarlægð.
— Og svo ? spurði ég.
— Og svo sá ég hann aldrei
framar.
Við þögðum bæði. Hún vafði
örmum um hné sér og gældi við
þau blíðlega, nærribiðjandþmeð
munninum. Það var eins og
grænu drekarnir væru að skop-
ast að mér.