Úrval - 01.02.1947, Page 29
ARFUR EÐA UMHVERFI?
27
anum tókst að ganga uppréttur,
en stundum brugðust þau. Kom
það glöggt í Ijós þegar ekki var
hægt að kenna honum að tala.
Við verðum einnig að athuga
það, að hefðu þeir verið aldir
upp saman í nokkur ár í stað
nokkurra mánaða, þá hefði mis-
munurinn á andlegri þroskun
þeirra vaxið mikið. Apinn hefði
á fullorðins aldri haft vit á við
fjögurra ára bam, en barnið
hefði náð meðalgáfum fullorð-
ins manns. Þó að eðlisgáfa
beggja þroskuðust að miklu
leyti eftir umhverfinu, þá sýndi
þó rannsóknarhneigð barnsins,
að það gæti miklu frekar skap-
að sér sitt eigið mnhverfi en
apinn.
OO co
Tryggnr.
Hundurinn leiddi húsbónda sinn inn S veitingahúsið og að borði
þar í horninu, lagðist niður við fætur hans og sofnaði. Gestim-
ir héldu að maðurinn væri blindur og urðu því meira en lítið
hissa þegar hann tók dagblað upp úr vasa sínum og fór að lesa.
Maðurinn tók eftir undrun þeirra og sagði: „Ég var blindur í
fimm ár og þá var hundurinn mín stoð og stytta. Svo þegar ég
fékk sjónina aftur og hafði ekki lengur þörf fyrir leiðsögu hans,
varð hann yfirkominn af harmi. Ég tók því það ráð að venja
hann smá saman við hinar breyttu aðstæður, og nú lætur hann
sér nægja að fylgja mér hingað út einu sinni á dag.“
oo^oo
Hann kunni vel nýju vistinni.
Eiginmaðurinn dó og konan syrgði hann mikið. Hún fór til
miðils og náði brátt sambandi við hinn framliðna.
„Hvemig líður þér, elskan mín?“ spurði hún.
„Aldrei liðið betur" svaraði andinn.
„Líður þér þá betur en meðan þú varst hérna hjá mér?“
„Já, mikið betur.“
„Segðu mér eitthvað frá himnaríki."
„Himnaríki? Ég er alls ekki þar."
— Marriage Joker.
4*