Úrval - 01.02.1947, Síða 38
36
ÚRVAL
Sem utanríkisráðherra Belgíu
var stefna Spaaks allt til þess,
að styrjöldin braust út, „stjórn-
arstefna Leopolds konungs til
varnar sjálfstæði Belgíu.“ Árið
1936 hafði hann glatað trúnni
á hin vestrænu lýðræðisríki, því
að veikleiki þeirra var þess
valdandi, að þau hugsuðu mest
um pólitískan stundarhag og
stundargrið, en Belgía vildi og
áskildi sér fullt athafnafrelsi.
Þegar Evrópustyrjöldin braust
út, héldu þeir Leopold konungur
og Spaak dauðahaldi í hlutleys-
istefnuna. Þeim var Ijóst, að
hlutleysistefnan gat ekki kómið
í veg fyrir, að nazistar gerðu
innrás í landið, en þeir hugð-
ust vinna á með biðinni, nota
hana til að skipuleggja hinar
takmörkuðu varnir Belgíu.
„Ég vil allt fyrir Frakkland
gera,“ sagði Spaak við höfund
þessarar greinar árið 1939, „en
er Frökkum nokkur þökk í því,
að ég stökkvi út í straumiðuna,
ef ég kann ekki að synda?“
En Frakkar skildu ekki utan-
ríkisstefnu Belga fyrir styrj-
öldina. Hver sá, sem ekki treysti
Frökkum, var andfranskur í
hugsunarhætti. Og þeim, sem
voru „andfranskir,“ veittist
létt að stökkva yfir til nazis-
mans, og stökkið var ekki langt.
Árás Þjóðverja á Belgíu veitti
Spaak tækifæri til að sanna þá
staðreynd, að hann var ekki
,,andfranskur.“ Hann fór í út-
legð eftir að bæði löndin höfðu
verið sigruð, og í London var
hann jafnan manna fyrstur til
að veita stjórn frjálsra Frakka,
undir forsæti de Gaulle, hers-
höfðingja, hverja stjórnmála-
lega viðurkenningu af annarri.
Innrás nazista í Belgíu varð
líka til að hnekkja samstarfi
Spaaks og Leopolds konungs. Er
Spaak varð ráðherra árið 1935
var hann lýðveldissinnaður, en
það var í samræmi við stefnu-
skfð, flokks hans. En hin nána
samvinna milli konungs og hins
lýðveldissinnaða ráðherra hans
varð upphaf að kunningsskap
og jafnvel náinni vináttu þess-
ara tveggja manna. Báðir til-
heyrðu þeir sömu kynslóðinni og
báðir voru ungir. Báðir höfðu
fengið að kenna á styrjöldinni
í æsku, og báðir vildu allt til
vinna, að Belgía yrði ekki styrj-
aldarvettvangur á nýjan leik.
Báðir vildu þeir félagslegar um-
bætur, þótt þeir væru ekki á
eitt sáttir um aðferðirnar. Leo-
pold varð fyrir miklum áhrif-
um af Spaak, og hann var heill-