Úrval - 01.02.1947, Blaðsíða 41
PAUL-HENRI SPAAK
39
hjákvæmilega ieiða til þriðju
heimsstyrjaldarinnar. Hann
berst fyrir bandalagi Vestur-
Evrópu ríkja, því honum er
ijóst, að Moskva er ófús — eða
ihenni er ókleift — að fallast á
þá hugxnynd um evrópskt þjóð-
íélag, þar sem Vestur-Evrópa
gæti haldið við gömlum arf-
gengum lífsháttum og aukið
gildi þeirra. En til þess að færa
ítússum heim sanninn um, að
þessu ríkjabandalagi sé ekki
stefnt gegn landi þeirra, sting-
ur hann upp á, að hvert ríki
innan þessa bandalags skuli
vera tengt traustum böndum við
Eússland með gagnkvæmum að-
stoðarsáttmála, sbr. brezk-rúss-
neska samninginn. Hann er
staðráðinn í að kvika hvergi frá
[oessum fyrirætlunum sínum, af
því að hann sér enga aðra leið
út úr öngþveiti alþjóðamála,
sem nú bíða úrlausnar.
Þótt Spaak kjósi ósjálfrátt
hvers konar vafasama mála-
miðlun — svo fremi hún brjóti
ekki í bág við siðferðilegar meg-
inreglur — heldur en árekstra,
hefir hann aldrei verið hræddur
við að heyja harða baráttu og
aldrei latt stórræða, þegar hann
hefir vitað, að brýnustu nauð-
syn bar til. Afskiptaleysi hans,
umburðalyndi og geðprýði, og
þá fyrst og fremst hin megna
andúð hans á mannúðarleysi og
hvers konar grimmd, hefir orð-
ið til þess, að margir hafa ætl-
að hann mjög slægan og dugleg-
an, en veikan fyrir. En í raun-
inni býr hann yfir miklu vilja-
þreki, er dylst að baki umburð-
arlyndisins og góðmennskunnar,
viljaþreki manns, er telur at-
hafnasemina kjarna lífsins og
gæddur er mikilli siðferðilegri
festu og starfsþreki.
Spaak hefir staðið af sér
margan pólitískan byl i Belgíu,
snerrur, sem hefðu getað riðið
sterkari mönnum að fullu. Árið
1938 tókst honum að sanna
verkamannaflokknum, sem var
óður og uppvægur út af stjórn
Francos á Spáni, að stjórnar-
samstarf f lokksins í Belgíu væri
mun mikilvægara fyrir belgíska
verkalýðinn en hitt, hvort Belg-
ir hefðu stjórnarerindreka á
Spáni eða ekki. Þetta sama ár
voru garnlir, belgiskir hermenn
sárreiðir út af veitingu pró-
fessorsembættis við flæmska
læknaskólann, en staðan hafði
verið veitt flæmskum þjóðernis-
sinna, sem dæmdur hafði verið
til dauða fyrir samvinnu við