Úrval - 01.02.1947, Qupperneq 59
FRÖÐLEIKSMOLAR
57
Valdemar konungur upp þennan
fána sem herfána Dana og
nefndi hann Dannebrog, en það
þýðir „Danavoð."
Getur eldingum slegið
niður í vatn?
Áður var það trú margra, að
eldingum slái aldrei niður 1
vatn. Þó eru margar sannanir
til fyrir því, að svo verður oft,
og þessvegna er ráðlegt að
vera ekki í vatni 1 þrumuverði.
Álitið er, að fiskar drepist oft
í stórum vötnum þegar eldingu
lýstur þar niður. I ágústmánuði
1932 var skýrt frá því, að veiði-
menn hefðu tínt upp meir en
100 dauða fiska, eftir að eld-
ingu sló niður í Upper Saranac
vatnið nálægt Doctors Island í
New York.
Hver er íbúatala alls
heimsins?
Þjóðabandalagið áætlaði,
samkvæmt niðurstöðutölum frá
1939, að fólksfjöldinn í öllum
heiminum hefði þá verið ná-
lægt 2.170.000.000. Árið 1927
taldi The w0rld Peace Found-
ation, að íbúatala heimsins væri
1.906.000.000, og byggði þá tölu
á rannsóknum Þjóðabandalags-
ins. Vitanlega eru slíkar tölur
lítið annað en ágizkanir. I
sumum löndum hefir aldrei far-
ið fram manntal; í öðrum hefir
manntalið verið ónákvæmt og
ófullnægjandi, og í enn öðrum
löndum hefir manntalið verið
tekið svo óreglulega, að tölurn-
ar eru enginn grundvöllur fyrir
nákvæman samanburð. Talið er,
að íbúatala heimsins aukist nú
árlega um nálega 30 miljónir.
Hagfræðingur nokkur áætlar,
að jörðin muni geta framfleytt
um sex miljörðum manna, eins
og nú er, eða um það bil þref-
földum núverandi íbúafjölda
hennar.
Eru bræður skyldari hver
öðrum en foreldrum sínum?
Frá sjónarmiði erfðafræði og
líffræði eru systkin skyldari
hvert öðru en hvoru foreldra
sinna. Foreldri og barn eru að-
eins skyld í aðra ættina, en
systkin í báðar.
Hve stór var stærsti livalur,
sem veiddur hefir verið?
Ekki er vitað, að nokkurn
tíma hafi lifað á jörðunni stærri
skepnur en hvalir. Þeir eru
spendýr og ala mjög þroskaða
unga, sem sjúga móður sína á
sama hátt og ungar landspen-
s