Úrval - 01.02.1947, Síða 64
62
ÚEVAL
sem gaf heiminum uppgötvun
sína endurgjaldslaust, hafi
fundið geislana seint um kvöld
hinn 3. nóvember 1895, eftir að
allir samstarfsmenn hans voru
farnir úr rannsóknarstofunni.
Röntgen kallaði þessa nýju
geisla X-geisla vegna þess, að
stafurinn x er látinn tákna ó-
þekktu stærðina í reiknings-
dæmum, og hann skildi ekki eðli
þeirra. Þeir eru líka oft nefndir
Röntgen-geislar, eftir vísinda-
manninum. Hann hlaut Nobels-
verðlaunin árið 1901.
Geta hestar sofið standandi?
Hestar geta sofið standandi.
Prófessor C. F. Winehester við
Missouri háskóla sagði 1943, að
hestar hvíldust betur standandi
en liggjandi. Á fótum þeirra er
vöðvaútbúnaður, sem ,,læsir“
liðamótunum, svo að hesturinn
hvílist eins og líkami hans stæði
á stólpum. Stundum líða svo
margir mánuðir, a.ð hestar
leggjast ekki. En hescur, sem
er sjálfráður, sefur, standandi
eða liggjandi, milli átta og tíu
klukkustundir á sólarhring.
Þegar hestar sofa liggjandi,
eru augu þeirra venjulega opin
eða hálfopin, og þeir svofa svo
laust, að þeir vakna við hinn
minnsta hávaða. Sjaldan liggja
þeir lengi í sömu stellingum, því
að líkamsþunginn veldur því að
blóðrásin heftist að vöðvunum
og neðra lungað hálf lokast.
á ★ 4r
Einu sinní, þegar hin heimsfræga óperusöngkona Meíba var á
leið til óperuhússins, sá hún tvo litla snáða vera að spigspora
þar fyrir framan. Hún tók þá með sér inn, lét þá setjast bak við
tjöldin og sagði: „Hérna megið þið vera og hlusta á mig, en þá
verðið þið líka að sitja grafkyrrir."
Þegar óperunni var lokið kom söngkonan til þeirra og sagði
brosandi: „Jæja, ungu herrar, nú skuldið þið rnér tuttugu og
fimm krónur hvor."
Sá minni gekk þá fram, hneigði sig djúpt og sagði: „Frú min
góð, við skuldum yður miklu meira." —
Magazine Digest.