Úrval - 01.02.1947, Page 66
64
tTRVAL
ar, heldur vegna þess, að hetjan
hafnaði boði Napoleons um
meira landrými.
En San Marino er meira en
furðulegt fyrirbrigði. í stjóm-
málaöngþveiti Evrópu er þetta
litla ríki eins og sýningar-
skápur, þar sem 1600 ára gam-
alt lýðræði er til sýnis. Með
stjórn lýðveldisins fer stórráð-
ið, sem skipað er 60 mönnum og
svipar til neðri deilda í þingum
annara landa. Allir karlmenn
eru kjörgengnir. Kjörtímabilið
er sex mánuðir. Allir karlmenn
verða að kjósa, enda þótt 80%
þeirra séu ólæsir og óskrifandi
— og er þetta gert til þess að
fá skoðun almennings fram,
því að íbúatalan alls er ekki
nema 14.545. Ungar skólatelp-
ur, klæddar hvítum búningi, að-
stoða hina fáfróðu við að kjósa.
Einn San Marinobúi sagði
yndislega barnalega: „Lítil
stúlka er það hreinasta, sem til
er á jörðinni, og hún svíkur
áreiðanlega ekki þann, sem
treystir henni.“
Stórráðið velur tólf menn úr
sínum hóp til þess að skipa efri
deildina. Stórráðið setur lög og
sýknar glæpamenn, en efri
deildin eða öldungarráðið út-
nefnir 12 fremstu borgara
landsins sem frambjóðendur til
tveggja æðstu embætta ríkisins
— herforingja- og forseta-
embættisins.
Forsetastaðan er ekki eftir-
sótt. Kjörtímabilið er sex mán-
uðir og launin kr. 32.50 á mán-
uði. En að hafna embættinu
varðar hárri sekt. Þegar fram-
bjóðendur hafa verið útnefndir,
er þeim fækkað niður í sex með
atkvæðagreiðslu. — Nöfn þeirra
eru skrifuð saman á miða, tvö
og tvö, og prestur setur miðana
í silfurkrukku. Síðan dregur
blindur drengur einn miða úr
krukkunni með hátíðlegri við-
höfn; og hinir tveir æðstu
stjórnendur San Marinos hafa
verið kjörnir.
Þegar San Marinobúar skipa
í aðrar mikilvægar stöður, leita
þeir út fyrir landamærin —
fólk er svo tengt í San Marino,
að of mikillar hlutdrægni myndi
gæta. Þess vegna flytur San
Marino inn hina 12 lögreglu-
þjóna sína, dómara sinn, þrjá
lækna (sem launaðir eru af rík-
inu) og einn prest.
Lýðveldið var stofnað af
Marinusi nokkrum, steinhöggv-
ara frá Dalmatíu, — sem tek-
inn var í helgra manna tölu
eftir dauða sinn árið 360 e. Kr.