Úrval - 01.02.1947, Page 67
SAN MARINO
65
Síðustu orð Marinusar voru:
„Ég yfirgef þig, þjóð mín,
frjálsa gagnvart öllum mönn-
um.“
Þegar Napóleon var að skipta
Italíuskaga milli ættingja sinna,
rakst hann á San Marino.
Nefnd frá San Marino fór á
fund hans, til þess að skýra
honum frá sögu lýðveldisins.
Napóleon brást vel við. Hann
leyfði ekki einungis San Marino
að vera við lýði, heldur bauð
hann því meira landsvæði. En
forsetinn, sem minntist orða
Marinusar: „Við viljum ekki
þumlung af landi annara, og
látum ekki þumlung af voru
landi,“ hafnaði boðinu.
í fyrri heimsstyrjöldinni var
San Marinövhlutlaust til aöbyrja
með. En íbúarnir skutu saman
7000 dölum til hjálpar særðum
hermönnum bandamanna og
sendu hjúkrunarlið til vestur-
vígstöðvanna. Þegar á leið stríð-
ið, gerðust 15 San Marinobúar
sjálfboðaliðar í ítalska hernum.
Þrír voru teknir til fanga af
Austurríkismönnum. San Mar-
ino þótti sér misboðið og fór í
stríðið.
Á árunum fyrir síðustu
styrjöld varð Mussolini æ gram-
ari yfir þessum litla bletti, sem
var tákn frelsisins í landi hans.
Það hefði ekki borgað sig að
kúga San Marino með vopna-
valdi, því að það hefði haft ó-
heppilegar afleiðingar út á við.
í stað þess fékk Mussolini því
áorkað, með hótunum og mút-
um, að stofnaður var fasista-
flokkur í San Marino. Lögi’egl-
an og dómarinn voru sóttir til
Rómaborgar, og Mussolini sá
svo um, að menn þessir voru
fasistar. San Marinobúar urðu
að láta undan ofbeldinu.
Af nöfnum útlendinga er
nafn Lincolns þekktast í San
Marino. Þegar ameríska borg-
arastyrjöldin brauzt út, var
Lincoln forseti gerður að heið-
ursborgara lýðveldisins. Svar
Lincolns er dagsett 7. mai 1861:
„Enda þótt land yðar sé lítið, er
ríki yðar eitt hið virðulegasta
í sögunni. Það hefir sýnt frani
á þann sannleika, sem er öllum
velunnurum mannkynsins til
uppörvunar, að stjórn, mynduð
á grundvelli lýðræðisins, er fær
um að fara þannig með völdin,
að hún sé örugg og föst í sessi.*';
I september árið 1940 neyddu
fasistasinnaðir valdamenn San
Marino til að segja Bretlandi
stríð á hendur. Mánuði síðar
kom ókunnur maður til amer-