Úrval - 01.02.1947, Side 72

Úrval - 01.02.1947, Side 72
70 ÚRVAL, vinna landið. Það var eyðileg- ur, vindnúinn tindur, sem gnæfði yfir þrjú þorp niðri á flatneskjunni. Allar lífsnauðsynjar varð að flytja upp á hæðina á lamadýr- «œ. Tingrýtið, sem þau pældu upp úr brekkunni í sveita síns andlitis, urðu þau að mylja með höndunum á steini við munnann á ólögulegum göngunum. Síðan urðu þau að flytja tinið á lama- dýrunum til kaupendanna í Oruro, margar mílur í burtu. Þau strituðu myrkranna á milli. Hendur þeirra hörðnuðu og sprungu. Nálægt göngunum reistu þau ódýran kofa fyrir ágóðann af fyrstu tinsölunni í Oi'uro. í fyrstu var hagnaðurinn raunalega lítill. Tingrýtið var yfirleitt sáralítils virði. Samt nægði það til þess að halda líf- inu í þeim hjónunum og börn- um þeirra — því að Símon Pat- inó og Albína, kona hans, höfðu eignast tvö böm þarna á næð- ingsömum tindunum. Vonbrigði á vonbrigði ofan — reikningar frá kaupmönnunum í Oruro hlóðust upp, en þau bitu á jaxl- ínn og héldu áfram að grafa og grafa. Eftir því sem göngin dýpk- uðu, varð tingrýtið betra. Tin- ið í því varð hlutfallslega meira. Loks var það dag einn, að þau lentu í jarðvegi, sem var ríkarí að tini en þekktist annars stað- ar þar um slóðir. Patinó og konu hans var borgið. Plann jók við sig. Með hægðinni festi hann kaup á rneira landi í héraðinu. Hann réði til sín Indíána tugum og hundruðum saman. Hann hrófi- aði upp handa þeim hibýlum 2 brekkunum neðan tindsins, og byggðin og reksturinn þandist æ meira út. Sögur um heppni Patinós bárust víða. Einn góðan veður- dag fékk hann allt í einu miljón dollara tilboð í landið. Miljón dollarar! Hann ráðfærði sig við komi sína. „Hafnaðu boðinu,“ sagði hún. Hann fór að orðum hennar. Innan skamms varð land hans mörgum miljónum dollara meira virði — og Símon Patinó byrj- aði stórkostlegri fjármálaferií en þekkzt hefir fyrr eða síðar. Brátt voru bankainnstæður hans orðnar það vænar, að þau hjónin fluttu með börn sín af tindinum, sem hafði breytt tini í gull svo að töfrum sætti. Þau settust að í stóru húsi í Oruro.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.