Úrval - 01.02.1947, Side 88
ÚBVAti
86
Jafnvel eftir að þokan var
horfin, var Bikinilónið svo
geislavirkt, að engum var óhætt
að hafast þar við nema stutta
stund, og það með sérstökum
viðbúnaði. Fyrsti blaðamanna-
hópurinn dvaldist þar aðeins
hálfa klukkustund, en þó sýndu
mælitæki, að hver maður hafði
sogað í sig 2/J0 úr Röntgenein-
ingu, en það er tvisvar sinnum
meira en læknar leyfa á 24
klukkustundum.
Eitt var athyglisvert við
þessa tilraun: 1 fyrri sprenging-
unni höfðu fáir fiskar drepist,
en margir í þessari. Sennilega
hefir sama bylgjan, sem grand-
aði skipunum, orðið þeim að
fjörtjóni, enda þótt banvæn
geislaáhrif kunni líka að hafa
gert sitt tiL
Við neðansjávarsprenginguna
gaus brúnleit vatnssúla upp með
2000 feta hraða á sekúndu. Nið-
ur við flöt súlunnar mynduðust
stór, hvítleit ský, sem dreifðust
fljótt í fyrstu en síðar hægt, og
svifu rétt fyrir ofan sjávarflöt-
inn.
Eftir fáar mínútur var
sprengjusvæðið, um þrír og
hálfur km. að þvermáli, hulið
þoku og mistri.
Efsti hluti skýsins varð fyrsí
dökkbrúnn, en síðan hvítur og
lýsandi, og hvarf brátt sjónum £
hin eðlilegu ský himinsins.
Skip okkar kipptist dálítið tii.
við sprenginguna, í þann mund
er vatnssúlan birtist, en efthr
svo sem eina mínútu kom loft-
þrýstingurinn og daufur hvell-
ur heyrðist, og þá hrikkti í skip-
inu, eins og það hefði mætt
stórri öldu.
Innan klukkustundar var
þokan horfin af sprengjusvæð-
inu, en í nærri tvær klukku-
stundir mátti greina mökkinn,
sem færðist út að sjóndeildar-
hringmun, rétt fyrir ofan haf-
flötinn.
Til þess að áhorfandinn getí-
gert sér grein fyrir, hvað gerð-
ist á lóninu, verður hann aú
ferðast í huganum yfir 18 kmi
breiðan og íriðsælan flöt
Kyrrahafsins og inn á ógnar-
svæðið, þar sem þrýstingur, hiti
og banvænar geislanir gera smá-
blett á yfirborði jarðarinnar
eins óbyggilegan og yfirborð
blossandi stjörnu á festingu
himinsins. Hann verður að
þekkja það sem er ósýnilegt í
reykjarmekkinum og heyrist
ekki í hávaða sprengingarinnar.