Úrval - 01.02.1947, Qupperneq 92
$0
ÚRVAL
vatn til þess að honum væri ó-
hætt, og hann var rekinn nær
iandi þangað til hann fjaraði
uppi litlu síðar.
Hvalurinn var dreginn, með
blæstri og bægslagangi, upp á
bilinn og ekið í hendingskasti í
va,tnsgeymi til Marineland.
í hákarlanetið kom af tilvilj-
un risaskata, sem mældist 12 fet
milli broddanna á börðunum,
og vóg. nál. 1500 pund. Fiski-
mennimir drógu netið með veið-
inni upp á grynningu. Það var
eins og verið væri að draga ólm-
an hest gegnum brimið, því að
skatan var sterk eins og fíll.
Þegar komið var í flæðarmálið,
var kaðall festur í annað barðið
á henni og safninu gert viðvart.
Láðs- og lagarbíll var sendur á
vettvang og látinn draga sköt-
una á þurrt, en hún var svo að-
framkomin af viðureigninni, að
hún drapst áður en unnt var að
koma henni í sjóbúrið.
Eitt sinn, er verið var að
taka litmyndir fyrir safnið úr
vclbát, var gefið merki frá
rækjubáti, er var á veiðum
skammt frá. „Við höfum hérna
skrímsli handa ykkur,“ sögðu
fiskimennirnir. Það var sex
feta langur, 400 punda þungur
svartur aborri, sem hafði flækzt
í dragnót þeirra á 40 faðxna
dýpi. Þessi botnfiskur yar alls-
endis óvanur jafn litlum þrýst-
ingi og var við yfirborðið, svo
að hann belgdist upp af lofti og
virtist ætla að springa.
Hann var látinn í vatn tafar-
laust og fluttur í skyndi í safn-
ið, en þegar hann var látinn í
sjóbúrið, var hann svo fullur af
lofti, að hann komst ekki niður.
Þá var maður sendur niður með
dælunál á lengd við stóran hatt-
prjón. Hann stakk á sundmaga
fisksins, sem þegar í stað gat
stungið sér til botns.
Helzta veiðisvæðið fyrir há-
karla og hnýsur við Marine-
land er kynleg brennisteinsupp-
spretta, sem gýs upp úr sjávar-
botninum um þrjár mílui' fyrir
utan Matanzavog. Uppsprettan
er á 125 feta dýpi og nálega 100
fet í þvermál, og svo mikil, að
straumurinn hækkar yfirborð
sjávarins um fet yfir sjóinn um-
hverfis. Brennisteinninn í vatn-
inu er svo mikill, að lyktin af
honum finnst í mílu fjarlægð
undan vindi, og það er eins og
smáfiskar laðist að honum, en
þeir eru uppáhaldsfæða hákaria.
og hnýsa. Ef maður situr í
báti álengdar og horfir á aðfar-
irnar — stórfiska éta smáfiska,