Úrval - 01.02.1947, Qupperneq 97
ÉG DÓ FYRIR TVEIMUR ÁRUM
95-
«nim. Hinn 6. marz var enn
dælt í mig blóði og eftir það
varð sjón mín eðlileg. En sama
kvöid hækkaði sótthitinn, ég
hafði fengið lungnabólgu. Mér
voru þegar gefin sulfalyf.
Hvers vegna var'ö ég blindur . . .
— Negovski prófessor hefir
skýrt mér frá orsökinni til
blindu minnar. „Fyrstu dag-
ana,“ skrifaoi prófessorinn í
bréfi til mín, „tókum við eftir
truflun á sjón- og talfærum, og
var ástæðan sú, að heilafrum-
urnar höfðu ekki fengið nær-
ingu meðan á „dauðanum“ stóð.
Þó að líkaminn vaknaði aftur til
lífs, gat hann ekki orðið alheil-
brigður í einum svip, og það
hlaut að líða nokkur tími, áður
en allir vefir tækju að starfa
eðliiega. Við urðum að heyja
sleitulausa baráttu fyrir lífi
sjúklingsins.“
Ég hafði enga matarlyst, og
mér var gefið meira blóð. I
viku var ég ákaflega máttfar-
Inn. Ég gat séð, heyrt og talað,
en það var eins og fætur mínir
væru höggnir af um hnén.
Hinn 20. marz var ég fluttur
í sjúkrahús langt að baki víg-
línunnar. Dag nokkurn kom
Valya Buklmyakova, hjúkrun-
arkonan, sem vakti mig 4. marz,
í heimsókn til mín. Hún sagði
mér frá dauða mínum, að nafn
mitt hefði verið skráð á lista
jrfir hina dánu — og að
Negovski prófessor hefði vakið
mig til lífsins aftur.
— Ég fór að íhuga og athuga
sjálfan mig gaumgæfilega, til
þess að komast að raun um,
hvort ég hefði breytzt hinn 3.
marz, er ég byrjaði nýtt líf, 21
árs að aldri. En ég komst að-
þeirri niðurstöðu, að ég væri
samur maður og áður.
Ég fœ minnið aftur.
— Hinn 21. apríl var ég send-
ur með flugvél til Moskvu og
var lagður í sjúkrahús þar í
borginni. Skömmu síðar var ég
lagður inn á taugasjúkdóma-
deild hinnar læknisfræðilegu
tilraunastofnunar, og þar var ég
frá 4. maí til 9. september. Svo
fór ég að staulast við hækjur,
þar til ég gat gengið hækju-
laust.
— Tíminn, sem ég hafði verið
liðið lík, hafði áhrif á minni
mitt. Þegar ég t. d. las í bók,
mundi ég ekki hvaða efni var á
upphafi blaðsíðunnar, er ég
hafði íokið henni. En minni
mitt lagaðist smásaman.