Úrval - 01.02.1947, Qupperneq 114
112
tTRVAL
tim. Auk þess var hægt að sann-
prófa þennan útreikning, hve-
nær sem nýr fangahópur kom
um borð, og við vissum hvenær
skipið breytti um stefnu, með
því að fylgjast með hreyfing-
um stýrisútbúnaðarins.
Við höfðum falið nokkur
landakort í lestinni og á þau
var leið skipsins mörkuð og
staðir skipsins ákvarðaðir.
Næstu vikur lögðum við
lundurdufl í Cookssundi, norð-
ur af Ástralíu. Við vorum ákaf-
lega órólegir, meðan verið var
að leggja duflin. Sjóliðamir
voru geðvondir og aginn strang-
ur. Við vorum þögulir og hætt-
um hinu venjulega masi og
gamanyrðum. Við bjuggumst
alltaf við, að árás yrði gerð á
skipið. Því að ef brezkt herskip
rækist á okkur og bardagi hæf-
ist, myndi ein sprengikúla
nægja til þess að sprengja skip-
ið í loft upp.
Við bjuggum við sultarfæði.
Við lifðum aðallega á rúg-
brauði og kaffi, en um hádegið
fengum við niðursoðið kjöt og
bragðvondar, þurrkaðar kart-
öflur. í lestinni var ekki önnur
birta en dauft, bláleitt raf-
magnsljós, en þessi litur var
notaður af því að blátt sást
síður en hvítt, þegar verið var
að leggja dufl. Það er ómögu-
legt að ímynda sér, hve þreyt-
andi það er, að sitja klukku-
stundum saman í bláu ljósi.
Fangarnir voru eins og liðin
lík í þessari draugalegu birtu.
Þessi aðbúð gerði okkur
taugaveiklaða; en þegar tillit
er tekið til þess, hve sundurleit-
ir menn voru þama saman
komnir, margir óvanir öllum
aga, og allir lokaðir inni eins og
rottur í gildru, má telja það
furðulegt, hve rólegir við vor-
um yfirleitt. En okkur var ljóst,
að eina von okkar var fólgin í
því, að við værum rólegir. Því
að sérhver uppsteitur í lestinni
myndi hafa haft hinar alvarleg-
ustu afleiðingar. Handsprengj-
ur og sjóðandi heit gufa myndi
hafa drepið okkur alla.
Eftir slík áhyggju- og erfið-
leikatímabil varð það næstum
léttir, er nýtt skip var hertekið.
Það þýddi hernaðaraðgerðir, á-
hrifamikla sjón, og nýja fanga
til að ræða við. Þegar við höfð-
um siglt í sex daga frá Gabo,
tók Wolf þrímastrað, amerískt
seglskip, Béluga, sem var á leið-
inni frá San Francisco til Sidn-
ey, með benzínfarm. Þetta skip