Úrval - 01.02.1947, Síða 118
116
ÚKVAL
brottför eimskipsins Matunga,
siglingaleið þess og famii.
Matunga var hlaðið 500 lestum
af kolum og öðrmn varningi.
Parmurinn gat ekki verið
heppilegri, þó að hann hefði
beinlínis verið ætlaður Wólf.
Matunga var hertekið 6.
ágúst. Að vísu bættust nýir
fangar í hópinn, en við fengum
líka auknar matarbirgðir, frétt-
ír og umfram allt tóbak. Nýju
fangamir, sem voru eðlilega
dálítið ruglaðir, áttu lítið að
gera í hendur þess tóbakslausa
hóps, sem beið þeirra.
Brátt fóru farþegarnir af
Matunga að klöngrast niður
lestarstigann. Þeim blöskraði
óþrifin og ódaunninn í lestinni,
sem átti að verða dvalarstaður
þeirra. En áður en þeir gátu
áttað sig, voru þeir umkringd-
ir af föngum, sem grátbændu
þá um tóbak.
Gamall kunningi minn var
meðal hinna nýkomnu, og ég
ruddist gegnum þröngina til
hans. Hann starði á mig alveg
foiviða. Svo sagði hann:
— Guð minn góður! ... Því..
Hvað hafa þeir gert þér?
Mér varð ailt í einu ljóst, að
ég var aðeins klæddur í einar,
óhreinar stuttbuxur; að ég var
orðinn grindhoraður; að ég var
svartur af sólbruna, og að ég
var nauðrakaður um höfuðið, tii
þess að forðast lús. Við höfð-
um ekki veitt útliti okkar at-
hygli, fyrr en þetta velklædda.
fólk frá Matunga birtist í lest-
inni.
Wolf fór með þetta síðasta,
herfang sitt til eyjarinnar
Waigeu, nálægt miðjarðarbaug,
inn í eitthvert dásamlegasta
skipalægi í heimi. Eyjan var
vaxinn pálmum og allskonar
kynlegum framskógargróðri, og
páfagaukar og margskonar
skrautfuglar vora þar á sveimi.
Landslagið var svo yndislegt.
að það var líkast draurnsýn. En
það var stillilogn, og loftið var
fullt af þef af rotnandi jurtum.
Á ströndinni sáum við eyjar-
skeggjana. Þeir voru með úfið
hár og rauðar sáraskellur um
allan líkamann. Eftir dagsetur
fór malaríuflugan á kreik og
var ógrynni af henni.
Hitinn var svo mikill, að
mennimir, sem áttu að skipa
upp úr ástralska skipinu, urðu
að vinna með hvíldum. Samt
var unnið að því að hreinsa
katlana og athuga vélarnar, og
kafarar voru jafnvel látnir