Úrval - 01.02.1947, Síða 120
118
•0RVAL
hafið og stefndi á Singapore,
til þess að leggja þau tundur-
dufl, sem eftir voru. Þetta var
svo mikið dirfskubragð, að
nærri stappaði brjálæði.
Singapore var þá sem nú,
þýðingarmesta flotahöfn á
Austurlöndum. í raun og veru
fara öll viðskipti Austurlanda
um hið þrönga Malakkasund, og
allt þetta svæði var undir stöð-
ugu eftirliti. Það virtist vera
hreint og beint sjálfsmorð fyr-
ir Wólf, sem gekk aðeins 11
mílur, að hætta sér inn á þetta
svæði. Samt sem áður sigldi
Nerger hiklaust yfir Javahafið
og í gegnum alla skipaþvöguna,
sem kom frá Macassar og Bata-
viu: olíuskip, strandferðaskip,
flutningaskip og farþegaskip.
Hið stóra, svarta, dulbúna her-
skip skar sig úr hinum marg-
litu skipum, sem þarna fóru
um.
Miklar varúðarráðstafanir
voru gerðar, til þess að bæta úr
öllum göllum, sem kunnu að
vera á dulbúningi skipsins. Án
þess að breyta skyndilega um
stefnu, reyndi Wolf að forðast
skip, er fram hjá fóru. Þegar
óhjákvæmilegt var að heilsa
með flöggum, voru norsk,
sænsk, brezk, amerísk eða holl-
enzk flögg dregin að hún, en
Nerger svaraði ekki, ef hlutlaus
skip spurðust fyrir um nafn
skipsins.
Eina timglskinsbjarta nótt
voru gefin hættumerki: AUt
komst í uppnám, er tilkynnt var
af stjórnpalli:
— Beitiskip fyrir stafni.
Skytturnar lágu flatar við
fallbyssurnar og tundurskeyta-
hlaupin og biðu. Ekkert heyrð-
ist nema dynkirnir í vélunum og
hvinurinn í þéttiloftinu, er ver-
ið var að reyna tundurskeyta-
hlaupin. Beitiskipið sigldi með
f ullum 1 jósum, og sást eins greini-
iega í tunglsskininu og Wolf
hlaut að sjást frá því. En það
hélt áfram, án þess að gefa
stöðvunarmerki: Hvers vegna
merkið var ekki gefið, veit eng-
inn nema skipstjóri þess. Að
minnsta kosti var Wolf svo
heppinn, að við vorum farnir að
halda, að kölski gamli hefði
tekið sér aðsetur í skipinu. Um
miðnætti var tundurduflalögn-
in hafin, og var lagt 110 duflum
alls þessa nótt. Okkur létti,
þegar síðasta duflið fór fyrir
borð, og sjóliðarnir ráku upp
lágvær gleðióp, því að þeim var
ekki betur við duflin en okkur.
Um aftureldingu var Wolf