Úrval - 01.02.1947, Side 125
VÍKINGASKIPIÐ „ÚLFURINN'
123
beirra, sem gátu nærst — og á-
hrifin á heilsu þeirra voru
hræðileg.
Flestir skyrbjúgssjúklingarn-
ir höfðu fótavist, enda þótt þeir
væru magrir og óstyrkir, en
einum fanganna hafði hrakað
ört og var hann orðinn brjálað-
ur.
Dag nokkurn kom upp eldur
í kolageymslu skipsins. Það
hefði getað orðið til þess, að við
hefðum verið settir á land á.
Madagascar, sem var skammt i
burtu, og þaðan hefðurn við
getað horft á Wolf brenna. En
vonir okkar brugðust. f stað
þess að yfirgefa skipið, barðist
skipshöfnin við eldinn, unz hann
varð slökktur.
Næsta morgun urðum við enn
fyrir vonbrigðum. f dögun sást
skíp framundan. Það staðnæmd-
ist þegar, er Wolf hafði dregið
upp gunnfánann. Það var
spænska kolaskipið Igotz
Mendi, á leið frá Delagoaflóa til
Colombo, hlaðið 7000 smálest-
um af kolum. Skipið var hlut-
laust, en Nerger var ekki að
hugsa. um slíka smámuni. Nú
var Nerger laus við allar á-
hyggjur vegna kolaskorts — en
áhyggjur okkar fóru vaxandi.
Það var sýnilegt, að ætlunin var
að komast til Þýzkalands eða
sökkva niður á hafsbotn, ef það
tækist ekki.
Skipin voru bundin saman hjá
Cargadoseyjunum, og skips-
höfnin var önnurn kafin í marga
daga við umskipun kolanna, og
við að mála og dulbúa Igotz
Mendi. Þetta skip hafði verið á-
kaflega skrautlegt að útliti —
en þegar grá málning hafði hul-
ið hina skæru iiti þess, var það
eins og annað skip og bar lítið
á því.
Þegar kolaumskipunínni var
lokið, var kvenfólkið, ásamt
öldruðum og veikum föngum,
flutt yfir á Igotz Mendi og skip-
ið sett undir stjórn Rose liðsfor-
ingja. Ákveðið var að skipin
hittust suðvestur af Höfðaborg,
og skildust svo leiðir, því að
það myndi hafa vakið grun eft-
irlitsskipa, ef þau hefðu haft
samflot.
Hinn 30. nóvember 1917 hafði
Wolf verið í hafi í 12 mánuði
og var enn 7000 mílur frá
heimahöfn sinni. Nerger skip-
stjóri hélt upp á afmælið með
því að taka enn eitt herfang —
ameríska seglskipið John H.
Kirby, sem var á leið til Port
Elizabet og Durbin, með 270