Úrval - 01.06.1948, Blaðsíða 8
Hólundur greinarinnar „Rómautísk ást í réttu ljósi“,
sem bii-tist í 6. hefti tJrvals, f. á., gerir grein fyrir
skoðunum sínum á því, sem hann kallar —
Tvennskonar mœlikvarði í
kynferðismálum.
Grein úr „The American Mercury“,
eftir Waverley Root.
T^YRIR nokkru skrifaði eg
grein, sem ég nefndi „Eru
Frakkar siðspilltir?", þar sem
ég skýrði viðhorf Frakka til
hjónabands, ástar og kyn-
ferðislífs, og gerði grein fyrir
þeirri skoðun minni, að þótt af-
staða þeirra til þessara mála
sé allmjög frábrugðin skoð-
unum okkar Ameríkumanna,
sé það vafasöm fullyrðing, að
siðspilling sé meiri í Frakklandi
en hjá okkur. IJt af þessari grein
hef ég fengið bréf frá konu, þar
sem hún mótmælir þessum skoð-
unum mínum og þó sérstaklega
því, sem kalla mætti „tvenns-
konar mælikvarða í kynferðis-
málum“, þ. e. að hegðun manns-
ins í kynferðismálum, skuli ekki
mæld á sama mælikvarða og
hegðun konunnar.
„Þér rninnist ekki á eitt at-
riði,“ segir konan í bréfinu, „sem
ég er vön að halda mér við, þeg-
ar eg er að færa rök fyrir yfir-
burðum ekki aðeins amerísks
siðferðis fram yfir franskt sið-
ferði, heldur siðferði engilsax-
nesku þjóðanna almennt fram
yfir siðferði hinna latnesku
þjóða . . . . en það er trú-
mennska karlmannanna í hjóna-
bandi.
„Hjá latneskum þjóðum,“
heldur hún áfram, „hvílir það
nálega eingöngu á herðum kon-
unnar sem eiginkonu og móður
að halda uppi dyggðugu kyn-
ferðislífi, en karlmönnunum eru
gefnar frjálsar hendur bæði fyr-
ir og eftir giftingu . . . Eigin-
konurnar eiga ekki annars úr-
kosta en yppta öxlum. Þær telja
hiákonu mannsins jafnsjálf-
sagða og vinir hans. Þetta, á-
samt heimanmundarfyrirkomu-
laginu, hefur leitt til þess að
skilnaður hefur orðið milli ást-
ar og hjónabands, sem fullnæg-