Úrval - 01.06.1948, Blaðsíða 15
TVENNSK. MÆLIKVARÐI 1 KYNFERÐISMÁLUM
13
lantshafsins, virðist Ameríku-
maðurinn ekki dyggðugri en Ev-
rópumaðurinn (því að í flestum
iöndum Vestur-Evrópu er við-
horfið hið sama og í Frakk-
f landi), heldur hræsnisfyllri.
Og þá komum við loks aftur
að sambandinu milli ástar og
hjónabands. Ameríkumenn vilja,
að það tvennt fari saman. Það
er' ákaflega æskilegt fyrirkomu-
iag, ef hægt er að framfylgja
Því, en hinar háu tölur um hjóna-
skilnaði, svo og hinn mikli f jöldi,
sem við vitum öll, að lifir í ó-
hamingjusömu hjónabandi,
henda ótvírætt til, að slíkt sé
ekki auðvelt.
Frakkar líta á hjónabandið
Sem mikið alvörumál. Það er
samband sem, eins og nútíma-
Þjóðfélagi er háttað, er fyrst og
fremst fjárhagslegs eðlis, stofn-
að í þeim tilgangi að ala upp
börn. Það er að þeirra áliti mik-
'ívægari stofnun en svo, að duttl-
Ungafullum tilfinningum líðist
að kollvarpa henni. Ástin hefur
ekki forgangsrétt umfram allt
annað hjá honum, eins og hjá
hinum rómantísku Ameríku-
mönnum. Fjölskyldan er mikil-
vægari. Ef ástin milli hjónanna
^vín, rjúka þau ekki til skiln-
aðardómstólsins og leysa upp
f jÖlskylduna. Minnnugur skyldu
sinnar við þjóðfélagið, forðar
eiginmaðurinn f jölskyldunni frá
upplausn með því að taka sér
hjákonu; og þá lausn vanda-
málsins láta vinir hans og eigin-
kona sér lynda (þó ekki alltaf
vel, það skal játað). Frökkum
virðist hegðun Ameríkumanna
í þessum málum eigingjörn, á-
byrgðarlaus, ófélagsleg og ung-
æðisleg. Þessi amerísku börn,
hugsa þeir með vanþóknun, vilja
leika sér, jafnvel að slíku alvöru-
máli sem hjónabandið er.
Já, góðir hálsar, þetta er ann-
að sjónarmið. Ég ætla mér ekki
að leggja neinn dóm á, hvort
sjónarmiðið er réttara. Við Am-
eríkumenn erum vanir að dæma
fyrirkomulag eftir því hvernig
það reynist í framkvæmd, og
því verður ekki neitað, að hið
franska fyrirkomulag hefur
reynzt betur. Það hefur valdið
færri hjónaskilnuðum, færri
skipbrotum í lífi einstaklinga. Ef
þetta er afleiðing tvennskonar
mælikvarða í kynferðismálum,
þá verður ekki með réttu sagt,
að hann sé ekki annað en nauð-
ungarfyrirkomulag, fundið upp
af eigingjörnum karlmönnum.