Úrval - 01.06.1948, Blaðsíða 29
OF MARGT FÓLK
27
sérfræðingar benda á, að aukin
uppskera af völdum gerfiáburð-
ar sé ekki öll þar sem hún er séð.
Næringargildi þeirrar uppskeru,
sem knúin er fram með gerfi-
áburði sé ekki eins mikið.
Hefting örfoks og sand-
græðsla getur stuðlað að auk-
inni matvælaframleiðslu. En
dæmin um rányrkju mannsins
og eyðingu frjómoldarinnar eru
sorglega mörg og fer sífjölg-
andi.
Jafnvel í Bandaríkjunum, sem
talin eru vakandi og á verði í
þessu efni, er ástandið ömurlegt.
Á hverjum sólahring eyðist af
örfoki og regni jafngildi 200 af
beztu 40 ekra jörðum landsins.
Á hverju ári sópast frjómoldin
burt af háifri miljón ekra.
Sérfræðingar vara alvarlega
við því, að maðurinn gangi nú
mjög á höfuðstól sinn að því er
frjómoldina snertir. Hin svarta
frjómold í hveitihéruðum Rúss-
lands og gresjurnar í Mið-Asíu
eyðast nú mjög af örfoki.
Jan Smuts, forsætisráðherra
Suður-Afríku, segir, að örfokið
sé eitt alvarlegasta vandamál
landsins. I Ástralíu og Suður-
Ameríku er ástandið sagt verra
en í Bandaríkjunum.
Stundum má heyra þá full-
yrðingu, að sjórinn sé ótæmandi
uppspretta matvæla. En jafnvel
auðugustu fiskimið gefa ekki
meira en eitt pund af fiski á
hverja ekru sjávar. Berið það
saman við maísakrana í Indiana
í Bandaríkjunum, sem gefa af
sér 2000 pund af maís og þá
munuð þið sjá, að þaðan er ekki
mikils að vænta.
Eftir því, sem bezt verður séð,
er því full ástæða til að ætla, að
fólkið á jörðinni verði að þola
hungur um langa framtíð vegna
þess að það er of margt til að
jörðin geti fætt það.
Þetta eru ekki glæsilegar
framtíðarhorfur og þær munu
vafalaust vekja margar ugg-
vænlegar spurningar í hugum
okkar Ameríkumanna. Sú fyrsta
verður sennilega:
„Fyrst öðrum þjóðum — t.d.
Kínverjum, Indverjum og Rúss-
um — f jölgar svo mikið, verða
Bandaríkin þá ekki að auka
fólksfjölda sinn, ef þau eiga
ekki að verða undir í barátt-
unni?“
Svarið er nei. Frá hernaðar-
legu sjónarmiði er offjölgun
aðeins til að veikja hverja þjóð.
Matvæli og útbúnaður nútíma-
hers fæst af því, sem íbúar
landsins framleiða umfram eigin