Úrval - 01.06.1948, Blaðsíða 114
112
ÚRVAL
f ærðu líka út landfræðiþekking-
una á raunhæfan hátt.
Með uppgötvun ritlistarinnar
kemst saga mín inn á ljóssvið
sögunnar. Ritlistin virðist hafa
skapazt með hægfara þróun eins
og ailt annað. Fyrst var myndin,
og síðan einfaldari mynd, sem
iíktist rissi. Að lokum var þessi
einfalda mynd látin tákna orð
í stað hlutarins. Stafrófið var
ekki fundið upp fyrr en síðar;
það er ekki unnt að rekja það
iengra aftur í tímann en til árs-
ins 1500 f. Kr. eða þar um bil.
En stafrófið var ekki nándar-
nærri eins þýðingarmikill á-
fangi og margt annað. Sumar
þjóðir, eins og t. d. Kínverjar,
komust af með eins konar mynd-
letur árþúsundum saman. Eftir
að stafrófið kom til sögunnar,
hefðu raunverulega allir átt að
geta orðið læsir og skrifandi,
en í reyndinni varð það svo öld-
ura saman, að lestur og skrift var
sérgrein skrifara eða minnsta
kosti mjög fárra manna. Þrælar,
bændur og einnig margt yfir-
stéttarfólk, einkum konur, voru
•ólæs og óskrifandi alla ævi.
O
Um 2000 f. Kr. var heimurinn
búinn að fá á sig mynd, sem
«kki breyttist að ráði í 3000 ár,
eða um mestan hluta þess tíma-
bils, sem skráð saga nær yfir.
Tilbrigði lífsins og hátterni
mannanna var mjög svipað því,
sem það hefur verið æ síðan —
Það sveiflaðist frá villimennsku
til hámenningar og allar götur
þar á milli. Miðdepillinn voru
borgirnar, sem þegar voru orðn-
ar innbyrðis ólíkar og lágu imi-
an konungsríkja og keisara-
dæma, sem voru sífelldum
breytingum undirorpin.
Fyrstu menningarmiðstöðv-
arnar voru í Egyptalandi og
Mesópótamíu. Milli þeirra var
röð allmerkra borga og stóðu
þær á mjórri mön frjósams land-
svæðis, er teygðist gegnum
Palestínu, Fönikíu, Sýrland og
Assyríu. Handan við þetta svæði
voru einskonar útvarðaborgir
— til austurs, í suðurhlíðum
írönsku fjallanna; til vesturs,
á Krítarey, og ef til vill á fleiri
eyjum í Miðjarðarhafi, og einn-
ig í Litlu Asíu. Enda þótt menn-
ing allra þessara borga væri
mjög áþekk, áttu þær í stöðug-
um ófriði sín á milli.
O
Um 800 f. Kr. höfðu Grikkir
— sem voru upphaflega innrás-
arkynþáttur að norðan — skap-
að sér lifnaðarhætti, sem voru