Úrval - 01.06.1948, Blaðsíða 75
Sjimpönsum var kennt að meta gikli
peninga og kaupa fyrir þá í þar
til gerðum sjálfsala.
Fégráðugir apar.
Grein úr „Natural History“,
eftir Frank A. Beach, prófessor.
TTAFIÐ þið nokkumtíma
heyrt getið um dýr, sem
vinna fyrir launum — ekki fyrir
mat heldur launum, sem hægt
er að kaupa fyrir mat, vatn
og jafnvel heimflutning.
Flest dýr, sem vinna fyrir
manninn, gera það af því að þau
eiga ekki annars úrkosta, en
nokkur dýr hafa lært að vinna
af kappi og fúslega fyrir
greiðslu í spilapeningum.
Ungur tilraunavísindamaður
við lífeðlisfræðirannsóknarstofu
Yale háskólans í Bandaríkjun-
um, dr. John Wolfe, kenndi sex
ungum sjimpönsum að fara með
sérstaklega byggðan sjálfsala,
er gaf frá sér eina þroskaða
appelsínu í hvert skipti sem
spilapeningur var settur í rifuna.
Fyrst þurftu aparnir að læra,
hvernig fara ætti að því að láta
sjálfsalann borga. Sumir þeirra
voru mjög fljótir að læra það.
Mósi, sex ára gamall karlapi,
horfði á dr. Wolfe setja einn.'
spilapening í vélina og sá svo
eina appelsínu velta ofan í skál-
ina.
Án þess að hika tók Mósi
annan pening af gólfinu og
tókst að koma honum í rifuna
eftir dálítið fum; því næst setti
hann lófann í skálina og beið
eftiir því að appelsínan dytti
niður. Eftirhermur af þessu tagi
eru mjög sjaldgæfar hjá dýrum,
en stundum koma þær fyrir.
í upphafi tilraunanna mátu
aparnir spilapeningana lítils. En
undir eins og þeir höfðu lært
að kaupa appelsínur fyrir þá í
sjálfsalanum, urðu peningamir
mjög eftirsóknarverðir.
í fyrsta skipti þegar lófafylli
af hvítum spilapeningum og
látúnsskildingum var fleygt á
gólfið, hrifsuðu aparnir hvoru-
tveggja af jafnmiklum áhuga.
Látúnsskildingarnir pössuðu í
sjálfsalann, en þeir gáfu engar