Úrval - 01.06.1948, Blaðsíða 16
Kunnur, sænskur húmoristi —
Að elta hattinn sinn.
Úr
eftir Hhsse Z.
T FYRRADAG var hvass vind-
ur. í fyrradag fauk hattur-
inn minn af höfðinu, sem hon-
um bar að skýla samkvæmt sam-
komulagi við þann, sem seldi
mér hann. Ég stóð á Karlagötu
og beið eftir sporvagni milli
klukkan tólf og sjö, þegar at-
burðurinn skeði. Hatturinn fauk
af og lagði af stað yfir Karla-
torg. Ég stóð kyrr, hló með
sjálfum mér og hugsaði:
Þetta verður gaman. Nú fá
Stokkhólmsbúar eitthvað að
gera! Það fer eins og venjulega.
Allir menn á götunni taka til
fótanna á eftir hattinum, kepp-
ast um að ná í hann, og að lok-
um kemur til mín ungur maður,
rauður í framan af áreynslu og
dustar af hattinum áður en hann
réttir mér hann og hneigir sig.
Þannig eru Stokkhólmsbúar.
Bíðum bara, þá kemur hattur-
inn af sjálfu sér. Bezt að blanda
sér ekkert í málið.
En það skipti sér enginn af
hattinum. Allir sáu hann, en all-
ir létu hann f júka áfram. Hvers-
konar vigtugheit voru þetta?
Var þetta ekki fínn hattur ? Bor-
salino? Er ekki lengur fínt að
hlaupa á eftir fjúkandi höttum?
Hefur einhvert sagt, að það sé
ekki fínt?
Þá tók ég sjálfur til fótanna
á eftir hattinum. Auðvitað á ég
fleiri hatta, en það er dæmalaust
hirðuleysi, að láta hatt fjúka;
og svo getur maður ekki geng-
ið berhöfðaður án þess að vekja
eftirtekt á sér fyrir sérvizku.
Ég er ekki sérvitur. Ég tók til
fótanna á eftir hattinum. Ég sá
hann langt fram undan og það
dró saman með okkur. Á hlaup-
unum hugsaði ég: Það hlýtur
að vera brosleg sjón að sjá al-
vörugefinn, roskinn mann
hlaupa á eftir hatti. Hvernig
skyldi ég líta út ? Hvernig skyldi
hlaupastíllinn minn vera? Eins
og hjá Wide eða Zander, eða
kannski Engdahl ? Slíkum mönn-