Úrval - 01.06.1948, Blaðsíða 69
FLUGAFREK LINDBERGHS
67
raddir kváðu við í stjórnlausum
fögnuði. Lindbergh stöðvaði
hreyfilinn, svo að skrúfan yrði
ekki neinum að fjörtjóni. Það
brakaði og brast í flugvélinni
imdan ofurþunga mannhafsins.
Lindbergh opnaði hurðina og
kallaði í ofboði á aðstoðarmenn,
en rödd hans kafnaði í látunum.
Honum var svift út úr flug-
mannsklefanum, gekk manna á
milli, ýmist uppréttur, li'ggjandi
eða á höfði. Hálftími leið áður
en fætur hans snertu jörðu. Þá
komu franskir flugmenn honum
til bjargar.
Skeytin bárust með hraða raf-
magnsins út um allan heim. Um
gjörvalla Ameríku voru út-
varpsdagskrár og kvikmynda-
sýningar stöðvaðar í miðju kafi.
Piltarnir í Ryanverksmiðjunni
æptu sig hása. Hið virðulega
dagblað New York Times gaf
sér lausan tauminn og setti
þvert yfir sex síður lesmáls
stærstu fyrirsögn, sem það
hafði nokkru sinni notað:
LINDBERGH TÓKST ÞAÐ!
O
Það þurfti sterk bein til að
þola það, sem á gekk næstu
mánuði, en Lindbergh tókst að
varðveita meðfætt lítillæti sitt,
hvort heldur var frammi fyrir
þjóðhöfðingjum eða þúsundum
áheyrenda. Honum var lagið að
færa einlægar hugsanir í ein-
faldan, tilgerðarlausan búning
— eins og þegar hann í fyrstu
ræðunni, sem hann hélt á æfi
sinni, færði frönsku þjóðinni
samúð sína og hluttekningu
vegna missis flugmannanna
Nungesser og Coli, sem gert
hefðu, sagði hann, tilraun til
miklu hættulegra afreks en
ég.
Þegar hann lagði af stað
heimleiðis, á beitiskipi sem for-
seti Bandaríkjanna hafði sent
eftir honum, voru tilboð frá
kvikmyndafélögum og auglýs-
endum komin upp i tvær og
hálfa miljón dollara. Hann
afþakkaði þau öll, og tók aðeins
við Orteig-verðlaununum og rit-
launum og launum fyrir tækni-
legar upplýsingar í sambandi
við flugið. Ferðin hafði verið
farin til að efla flugtæknina, og
það gerði hún. Margir fordómar
í sambandi við flug hurfu og
farþegaflug jókst. Flugpóstur
ferfaldaðist þetta ár.
O
Lindbergh átti eftir að reyna
bæði sorg og gleði, lán og ólán
næstu árin, kynnast hollráðum
og launráðum, skjátlast og