Úrval - 01.06.1948, Blaðsíða 22
20
TJRVAL
ið sem sýnir, að þær hafi verið
skipulagðar fyrirfram. Flestar
þeirra eru kastalar — eins og
Corte eða Bonifacio —, sem
borgir hafa vaxið í kringum,
Nú eru kastalarnir auðir og yfir-
gefnir, en borgirnar tóra áfram,
þó að hinu upprunalega hlut-
verki þeirra sé lokið.
Athafnalíf dagsins hættir um
tíuleytið á morgnana — eftir
það sitja allir og stara fram
fyrir sig, eins og þeir séu að
bíða eftir byltingu, eða eftir því
að áhrif deyfilyfs fjari út.
En byltingin verður aldrei að
veruleika. f stað þess er kast-
ast á pólitískum hnútum í
kaffihúsum í afskekktum f jalla-
þorpum og á heimilunum, en
það eru bara innantóm stóryrði,
sem engin alvara er á bak við;
og það vita allir. Lífið hefur far-
ið framhjá eins og her, sem skil-
ið hefur eftir þjónustulið, dálítið
af úrgangi og lítið annað.
Á kvöldin syngja piltarnir í
litlu kaffihúsunum við sjóinn;
þeir leika undir á gítar og radd-
irnar berast út yfir ólívutrén og
sjóinn, þar sem spegilmyndir
stjarnanna glitra eins og silfur-
blóm. Tvisvar í viku koma skip
til Ajaccio frá Marseilles og Al-
giers og áhuginn vaknar eins og
nýr vindur. I nokkrar klukku-
stundir eru göturnar fullar af
fólki; tízkuklæddar negrastúlk-
ur spássera um aðalgöturnar í
ljósum stuttbuxum og státnar
eiginkonur sveittra kaupsýslu-
manna ryðjast áfram milli á-
vaxtahlaðanna á markaðsgötun-
um og hlassa sér niður við veit-
ingaborð fyrir framan betri
gistihús borgarinnar. Perlu-
gluggatjöldin bærast í hliðargöt-
unum og áhuginn vaknar í aug-
um áhorfendanna. En eftir
nokkrar klukkustundir er allt
búið — gluggatjöldin falla fyr-
ir aftur, og flugurnar suða yfir
óhreinum götunum.
Allt andar fegurð og söknuði
— lífið hefur vikið fyrir dofa,
baráttan fyrir þolinmæði, trúin
fyrir sinnuleysi. Aðeins sólsetr-
ið og sólaruppkoman gæða land-
ið lífi andartak, eins og guðlegt
miskunnarverk.
Hunter, kunnur enskur læknaprófessor, hafði aðeins einn á-
heyranda að einum fyrirlestri hjá sér. Hann bað stúdentinn
að sækja beinagrindina, svo að hann gæti byrjað fyrirlesturinn,
eins og venjulega, á „Góðir áheyrendur!" — Times.