Úrval - 01.06.1948, Blaðsíða 106
104
ÚRVAL
um „sauðkindina okkar“, gat
hann farið að gera einhverjar
ráðstafanir til að vernda veiði-
dýrastofn sinn, en það er stórt
skref í áttina til húsdýrahalds
eða kvikfjárræktar. Þá urðu til
nýjar setningar í máli hans:
„Drepum ekki lambána!“
„Pardusdýr hafa drepið eitt-
hvað af sauðfénu okkar — við
skulum fara og drepa það!“
„Er betra beitiland í vestur-
hlíðinni? Við skulum reka féð
okkar þangað, þegar við förum
að veiða í dag.“
Þannig skeði það stig af stigi
og ofurhægt, að veiðimennirn-
ir hættu að veiða sauðkindur
— og urðu sauðahirðar.
Ég hafði lifað tvær byltingar:
byltingu kvikf járræktarinnar og
byltingu akuryrkjunnar. Mikil-
leiki þessa tvíþætta sigurs var
fólginn í því, að ég, maðurinn,
var loks farinn að vinna með
jörðinni, sólinni og regninu til
þess að framleiða fæðu. Ég reik-
aði ekki lengur um í leit að
fæðu, sem jörðin, sólin og regn-
ið höfðu þegar skapað; ég
keppti ekki lengur við rándýr-
in um bráðina, eða við fuglana
og vísundana um jarðargróð-
ann. Ég lifði ekki lengur því
lífi öryggisleysisins, sem ég
hafði lifað áður. Og matvæla-
framleiðslan hafði litlu minni
áhrif á lifnaðarhætti mína og
jafnvel hugsunarhátt minn,
heldur en veiðimennskan hafði
haft endur fyrir löngu.
Áður höfðu búðir veiðimann-
anna, sem reikuðu um skógana
með boga og örvar, verið heim-
kynni mitt. En nú var það orðið
smáþorp, þar sem íbúarnir rækt-
uðu korn og ólu kvikfénað. Sér-
hvert þorp var heimsborg, því
að það var stærst að sínu leyti.
Þorpsbúar litu niður á hina fá-
tæku og einatt hungruðu veiði-
mannahópa, sem enn reikuðu
um skógana og slétturnar.
O
Þegar hér var komið, hafði
mér hugkvæmzt að hvessa
steina, í stað þess að nota beitt-
ar steinflísar, sem ég fann. öld-
in dregur nafn sitt af þessu og
er nefnd nýja steinöldin. Nú
gat ég smíðað mér exi, sem tók
eldri eggvopnum mínum langt
fram. Góð exi var mikils virði
fyrir mig um þessar mundir,
því að með henni gat ég rutt
brott kjarri og höggvið tré og
þannig fært út akra mína. Exin
er engu minna virði fyrir land-
nemann en hlújárnið.
Aðrar miklar uppgötvanir