Úrval - 01.06.1948, Blaðsíða 108
106
ÚRVAL
höfðu saumað saman í flíkur
með nál og þræði. Húðföt voru
góð í kulda, en ég þurfti líka að
skýla mér gegn sólarhitanum.
Auk þess hafði blygðunartilfinn-
ingin vaknað í mér fyrir löngu,
svo að jafnvel í heitu löndunum
fann ég þörf til að skýla nekt
minni. Þannig hafa menn fyrst
lært að vefa dúk í heitu lönd-
unum.
Ég hafði þegar ofið mottur
og körfur, svo að hugmyndin
þurfti ekki að vera langsótt,
enda var fyrsti dúkurinn ofinn
úr hári. Sennilega hefir geitar-
hár verið notað fyrst til vefn-
aðar, því að úr því mátti vefa
'léttan og þunnan dúk. Síðar —
en það hefur ekki verið fyrr en
akuryrkja var komin vel á veg
— hafi einhverjir snjallir ná-
ungar fundið upp á því að rækta
hör til vefnaðar. Löngu síðar,
að því er virðist, hefur ullar-
vefnaður komið til sögunnar.
Þannig skóp ég, maðurinn,
smámsaman hina flóknu og leið-
inlegu aðferð til þess að fram-
leiða vefnaðarvöru, með öllum
hinum mörgu framleiðslustigum
— rúningu, kembingu, spuna,
bleikingu og litun.
Áður en langir tímar liðu,
eftir að þorpsbúarnir voru farn-
ir að vefa, kom vefstóllinn fram
á sjónarsviðið, en hann var lang
margbrotnasta vélin, sem ég
hafði fundið upp til þessa.
O
Ef ég hef öðlazt nokkra vit-
neskju um eðli lífsins, þá eru
það kynni mín af þeirri stað-
reynd, að ein breyting veldur
ætíð annari breytingu. Þetta
kemur hvergi skýrar í ljós en
á þessu dásamlega tímabili. Það
getur varla hafa verið mjög
langt, jafnvel ekki á mælikvarða
sögunnar; ef til vill tvö þúsund
ár. Og enda þótt ég sé búinn að
skýra frá matvælaframleiðsl-
unni, hvössu steinvopnunum,
ílátunum og vefnaðinum, þá er
ég varla byrjaður á að segja frá
breytingunum.
Ég hef líka tekið eftir öðru
einkennilegu fyrirbrigði, en
það er, að nýjung getur haft
auka-afleiðingar, ef svo mætti
segja. Mönnum datt í fyrstu ekki
í hug, að akuryrkjan og kvik-
f járræktin yrðu til að bæta hvor
aðra upp á náttúrlegan hátt.
Mykjan og taðið stuðlaði að
vexti jurtanna; og á hinn bóg-
inn gat ég notað nokkuð af
kornuppskerunni í fóður handa
dýrum og gert þau þannig háð
mér.