Úrval - 01.06.1948, Blaðsíða 96
94
TÍRVAL
til verndar, hafi síðar orðið til
skrauts. En síðar varð flíkin
til að vekja hugmynd mína um
blygðun.
Þegar hér var komið sögu,
var runnin upp svonefnd eldri
steinöld, en ég efast um, að
verkfæri hafi verið fremur úr
steini en tré og beini á því tíma-
bili. Hitt er vitað mál, að tré
og bein eyðist tiltölulega fljótt,
en steinar taka mjög litlum
breytingum. Þess vegna varð
sú kenning ofan á, að yfirleítt
hafi verið notuð steinverkfæri
á þessum tíma.
Um þetta leyti fór maðurinn
að búa í hellum, að því er tal-
ið hefur verið, en það mun einn-
ig vera blekking, því að á þess-
um tíma var lítil þörf að búa í
hellum, víðast hvar á jörðinni.
Líklegast er, að maðurinn hafi
hafzt við undir berum himni,
flutt sig til annað veifið og lært
að flytja eldinn með sér. En
slíkir dvalarstaðir skilja eftir
færri og ógreinilegri menjar en
hellarnir, sem ef til vill var bú-
ið í að vetrarlagi í margar kyn-
slóðir. Þannig geta hugmynd-
irnar um steinöldina og hellis-
búana stafað af því, að menn
hafa einbeitt huganum um of
^zipunj raos ‘ranfuira raiocf qb
hafa, en hugsað of lítið um hitt,
sem kann að vera farið forgörð-
um.
Elztu steinverkfæri mín eru
nefnd eolítar eða dögunar-stein-
ar. Það er ekki gott að segja,
hvort það voru handaxir, hamr-
ar eða eitthvað annað. Eolíti
var hnullungur, sem egg var
gerð á, öðrum megin eða báðum
megin, ekki stærri en svo, að
hafa mátti í hendi. Þetta var
skætt vopn í návígi, en auk þess
mátti nota það til að grafa eða
skafa með, eða fella aldini nið-
ur úr trjánum.
Eftir því sem aldirnar liðu,
víkur eolítinn fyrir meitlum,
handöxum, sköfum o. s. frv. Þró-
unin var svo hægfara, að réttara.
er að telja, að minnsta breyting
hafi tekið aldir fremur en ár.
Breytingarnar skeðu, án þess að
yfirleitt væri eftir þeim tekið
Við skulum athuga mortélið,
þetta áhald frumstæðra manna,
sem nú er notað í lyf jabúðum og
rannsóknarstofum. Þegar ég
fór fyrst að brjóta hnetur, gerði
ég það á þann eðlilega hátt, að
leggja þær á flata klöpp og berja
á þær með steini. En engin
klöpp er alveg flöt, og hnetan
valt því í einhverja laut. Eftir
því sem árin liðu, dýpkaði laut-