Úrval - 01.06.1948, Blaðsíða 14
12
ÚRVAL
ast þess að hafa ekki gripið þau
fyrr. Hann er kominn á hinn
hættulega aldur: fimmtugsald-
urinn, og hjónaband hans er í
hættu.
En „ótrúi“ eiginmaðurinn, í
þeirri merkingu, sem orðið er
venjulega notað, hefur varðveitt
með sér ferska sjón á yndis-
þokka eiginkonu sinnar. Eðli-
legra er, að konan sé upp með
sér, heldur en að hún reiðist, ef
maðurinn nýtur hylli annarra
kvenna, en taki hana samt fram
yfir þær. Hvers virði er aðdá-
un manns, sem ekki þekkir kosti
annarra kvenna? „Hvað veit sá
maður um England, sem aldrei
hefur séð annað land?“
*
Hér að framan hafa verið
leidd nokkur rök að því, að
tvennskonar mælikvarði í kyn-
ferðismálum sé að meira eða
minna leyti eðlileg þróun, sem
margt gott megi um segja, þeg-
ar tekið sé tillit til hins and-
lega mismunar, sem er á kynj-
unum. Athugum þá næst, hvers-
vegna eða hvort við Ameríku-
menn höfum horfið frá tvenns-
konar mælikvarða í kynferðis-
málum, eins og bréfritari minn
gefur í skyn. Ef um raunveru-
legt fráhvarf er að ræða, er mér
nær að halda, að það sé ekki
svo mjög af því að karlmenn-
irnir séu orðnir dyggðugri, held-
ur af hinu, að ungu stúlkurnai’
hafa hlotið meira frelsi. Skoðun
mín er sem sé sú, að trúmennska
engilsaxneskra eiginmanna í
samanburði við trúmennsku
hinna latnesku, sé ekki eins
flekklaus og bréfritari minn á-
lítur.
Af því að hún er kona, er
naumast von til, að margir karl-
menn hafi trúað henni fyrir
leyndustu ástarmálum sínum-
Af kunnugleika mínum á fjöl-
lyndi margra manna, sem kon-
ur þeirra lifa í sælli vanþekk-
ingu á, þykist ég megi draga
þá ályktun, að amerískum karl-
mönnum láti betur að prédika
jafnrétti kynjanna í kynferðis-
málum en að lifa samkvæmt því-
Með öðrum orðum: Frakkinn
og Ameríkumaðurinn haga sér
mjög á sama hátt, en hinn fyrr-
nefndi fer ekki í launkofa með
það. Frakkinn þarf ekki að
heyja sálarstríð vegna þess að
hegðun hans í kynferðismálum
fari í bága við almennt velsæmi-
Lítil hætta er því á, að tauga-
veiklun sæki á hann af þeim
sökum. Séð frá austurströnd At-