Úrval - 01.06.1948, Blaðsíða 58
„Fegurð hríl'ur hupann meir,
ei' hjúptið er. . .
Mörgœsaeyjan.
Smásaga
eftir Anatole France.
T"|AG nokkurn sat St. Mael á
ströndinni á hlýjum steini,
sem hann hafði fundið. Hann
hélt að sólin hefði yljað hann
og hann þakkaði guði fyrir það;
hann vissi ekki, að djöfullinn
hafði tyllt sér á hann. Postul-
inn var að bíða eftir munkunum
frá Yvern, sem falið hafði verið
að koma með skinn og dúka í
föt til að klæða íbúa Alca-
eyjunnar.
Von bráðar sá hann einn
munk, Magis að nafni, koma á
land og bar hann kistu á bak-
inu. Þessi munkur naut mikillar
virðingar sakir heilagleika síns.
Þegar hann var kominn í nánd
við gamla manninn, lagði hann
kistuna á jörðina, strauk hand-
arbakinu yfir ennið og sagði:
„Jæja, faðir, er það ósk yðar,
að þessar mörgæsir verði
klæddar í föt?“
„Ekkert er nauðsynlegra son-
ur minn,“ sagði gamli maður-
inn. „Með því að þessar mör-
gæsir hafa verið teknar í fjöi-
skyldu Abrahams, hvílir bölvun
Evu á þeim og þær vita, að þær
eru naktar, en það vissu þær
ekki áður. Og það er sannarlega.
kominn tími til að klæða þær,
því að þær eru farnar að missa
dúninn, sem eftir var á þeim,
þegar hin mikla breyting hafði
farið fram.“
„Það er satt,“ sagði Magis um
leið og hann lét augun hvarfla
yfir ströndina þar sem mörgæs-
imar voru að leita að marflóm
og skelfiskum, „þær eru naktar.
En heldurðu ekki, faðir, að
betra verði að láta þær vera
naktar áfram? Þegar þær eru
komnar í föt og eru háðar siða-
lögmálinu, munu þær fyllast
ákaflegu stolti, andstyggilegii
hræsni og afskaplegri grimmd.“
„Getur það verið, sonur
minn,“ sagði öldungurinn og
andvarpaði, „að þú skiljir svona
illa siðalögmálið, sem jafnvel
heiðingjamir lúta?“