Úrval - 01.06.1948, Blaðsíða 44
42
ÚRVAXj
blóðinu, líkt og þegar lok er
tekið af sódavatnsflösku, og er
það ákaflega kvalafullt og getur
verið lífshættulegt. Kafari, sem
kafað hefur 100 metra niður,
þarf átta klukkutíma til að
venjast loftþrýstingnum ofan-
sjávar; að minnsta kosti var það
svo, þangað til vinur minn John
Craig höfuðsmaður sýndi fram
á að með því að blanda helíum
saman við súrefnið handa kafar-
anum, mátti stytta þennan tíma
ótrúlega mikið.
Það var blátt áfram óviður-
kvæmilegt, hvernig ég hnýstist
í einkalíf hvalanna þessa daga,
sem ég var á sjónum. Ég stóð
í útsýniskörfunni í formastrinu
og horfði gegnum sjónauka á
ástarlíf tveggja fimmtán metra
langra hnúfubaka. Okkur kann
að virðast ástfanginn hvaltarfur
broslegur en í augum kýrinnar
er hann ímynd drauma hennar
um fegurð og glæsileik. Tarf-
urinn, sem hér um ræðir, byrjaði
með því að sýna allskonar
líkamslistir, til þess ætlaðar að
vekja aðdáun kýrinnar. Hann
stóð á höfði með sporðinn og
bakhlutann fimm metra upp úr
sjónum. f fyrstu veifaði hann
sporðinum hægt, en síðan hrað-
ar og hraðar, unz hann hvarf í
freyðandi boðaföllum og heyra
mátti atganginn í mílufjarlægð.
Þegar þessari sýningu var lokið,
renndi hann sér fast upp að ást-
mey sinni, velti sér við og
strauk henni með hægra bæxi-
inu. Hún lá á hliðinni og naut
sýnilega blíðuláta hans. Því
næst synti hann frá og hvarf i
djúpið. Ég hélt hann hefði yfir-
gefið hana fyrir fullt og allt, en
hún lá kyrr við yfirborðið; hún
vissi fullvel, að hann hafði ekki
yfirgefið hana með öllu. Hann
var í burtu í einar f jórar mín-
útur, svo kom hann upp eins og
örskot og þurrkaði sig alveg af
sjónum. Það var stórkostleg
sjón og ég var stoltur af honum.
Hann féll aftur niður með mikl-
um boðaföllum, velti sér í ótal
hringi, synti upp að ástmey
sinni og greip utan um hana
með báðum bæxlunum. Á eftir
lágu báðir hvalirnir við yfir-
borð og blésu hægt og þungt,
örmagna af geðshræringu.
Ég fór hjá mér af að horfa á
ástarlíf þeirra eins og forvitinn
strákur, en skipstjórinn var
aldeilis ósnortinn. Veiðihugur
hans sá ekki annað en það mikla
fémæti, sem fást mundi úr líkum
þeirra. Ég sárbað hann um að
sjá aumur á þeim og þyrma lífi