Úrval - 01.06.1948, Blaðsíða 72
70
tJRVAL
í hvaða íþróttagreinum var
keppt á þessum tímum. Upp-
haflega gætti hlaupanna mest,
og margar hetjur Hellas voru
kunnar af því að vera miklir
hlaupagarpar. Þau voru einn
liðurinn í hermennskuþjálfim-
inni. Sagan greinir frá einu
dæmi um mikið hlaupaafrek.
Þegar Persar sóttu fram til
Aþenu, og borgarbúar óskuðu
eftir hjálp Spartverja, tók
hlaupari að sér að flytja skila-
boðin. Á tveim dögum hljóp
hann frá Aþenu til Spörtu, sem
er 200 km. Sagan segir einnig,
að grískur hlaupari hafi einu
sinni þreytt þolhlaup við hest
— og sigrað!
Skeiðklukkan var ekki til á
þessum tímum, og því varð að
láta sér nægja að mæla hraða
hlauparanna í hlutfalli við
hraða keppinautanna. Þess-
vegna vitum við ekki, hve fljótir
hinir grísku hlauparar voru.
Upprunalega voru hlaupin á
Óiympíuvellinum eina íþrótta-
greinin. Seinna bættist þol-
hlaupið við og síðan fleiri
greinar. Nefna má vopna-
hlaupið. Þátttakendur í því urðu
að hlaupa tvo hringi í öllum
herklæðum. Brautin var tvö
hundruð metra löng.
Önnur íþróttagrein var glíma.
En hún var allmjög frábrugðin
þeirri glímu, sem nú tíðkast.
Reglurnar voru ekki strangar.
Fótbrögð voru mikið notuð, og
algengt var að hoppa upp á
bakið á keppinautnum og rig-
haída sér þar. Einnig sneru
glímumennirnir upp á fingurna
hvor á öðrum. Segja má, að
þessari glímu hafi svipað til
japönsku glímunnar jiu jitsu.
Um hnefaleikana gegnir svip-
uðu máli og glímuna. Hnefa-
leikahanzkar þekktust ekki.
Aftur á móti héldu keppend-
urnir á blýklumpum í hönd-
unum til að gera höggin þyngri.
Framhandleggirnir voru settir
málmplötum með hvössuin
brúnum, sem hættulegt var að
hitta. Ósjaldan kom það fyrir,
að annar keppandinn var borinn
dauður út af vellinum.
Þriðja bardagaaðferðin, sem
seinna var upptekin, var eins-
konar sambland af hnefaleik og
glímu — öll brögð voru með
öðrum orðum leyfileg og bar-
daginn hélt áfram þangað til
annar keppandinn rétti upp
höndina til merkis um, að hann
gæfist upp.
Þar næst má nefna fimmtar-
þrautina, sem var samkeppni í