Úrval - 01.06.1948, Blaðsíða 74
72
ÚRVAL
legt að halda Ólympíuleikana.
Um skeið voru þeir einnig sér-
staklega bannaðir. Ekki mun
þessu banni þó alltaf hafa verið
fylgt, því að annars hefði ekki
verið þörf á að ítreka það
hvað eftir annað. Á fjórðu öld
hættu leikarnir. Síðasta skiptið,
sem vitað er til, að þeir hafi
verið haldnir, var árið 393.
Aldir liðu og í jarðskjálftum
árið 551 hvarf hið ólympska
hátíðarsvæði í jörðu. Það var
ekki fyrr en 13 öldum síðar að
byrjað var að grafa upp svæðið
aftur, jafnframt því sem sú
hugmynd vaknaði að vekja
Ólympíuleikana upp að nýju. 1
júní 1894 var haldið þing í höll
Sorbonne háskólans í París, og
þar var ákveðið að vekja Ólym-
píuleikana til nýs lífs. Þeir voru
í fyrsta skipti haldnir í Aþenu
árið 1896 til heiðurs grísku
þjóðinni.
Á meðan þjóðirnar búa sig
undir Ölympíuleikana í London
í sumar, er háð blóðug styrjöld
í heimkynni þeirra eins og oft
áður.
Það væri óskandi, að hinn
ólympski kyndill megnaði að
stöðva blóðsúthellingarnar eins
og fyrir 2000 árum- En óskir
eru lítils megnugar. Mannkyns-
ins bíður nú það hlutverk að sjá
um, að þeir kraftar sem fá út-
rás á leikvangum íþróttanna,
verði teknir í þjónustu friðar-
ins.
0-0-0
Eig'inkona og nágraimi.
Það var alkunna í sveitinni i Maine, þar sem ég ólst upp, að Brown
bóndi og Sara kona hans lifðu saman eins og hundar og kettir. Að lokum
byggði Brown sér kofa í túninu bak við hlöðuna og flutti þangað en lét
konunni eftir bæinn.
Dag nokkum var ég að hjálpa honum í skóginum og um hádegið fór-
um við inn í kofann hans. Inni var allt tandurhreint og snyrtilegt, og- á
borðinu var bláberjasulta í skál og nýbakaðar kökur á diski.
„Sara kemur héma öðm hverju og lagar til hjá mér og færir mér stund-
um góðgæti," sagði Brown sem svar við spumingarsvipnum á andliti mínu.
„Það getur enginn maður búið með henni Söru, en hún er fyrirtaks nágrarmi..“
— George Ginader í „Reader’s Digest“.