Úrval - 01.06.1948, Blaðsíða 4
2
ÚRVAL
aldrei heyrt fyrr. Einkum var
hann fljótur að læra kaflana,
sem hann hafði hlustað á á
þriðja árinu, en margir af köfl-
unum, sem hann hlustaði á á
fyrst ári höfðu einnig setið eftir.
Þetta sýnir, að við búum yfir
ótal endurminningum frá fortíð-
inni án þess að vita það, og óaf-
vitandi hafa þær áhrif á hegð-
un okkar og afstöðu seinna í
lífinu.
Sumir nútímauppeldisfræð-
ingar segja, að við eigum ekki
að láta stjórnast af gráti og ó-
hljóðum ungbarnsins. Þegar
ekkert sé að því, eigi móðirin
ekki að fara inn til þess að sýna
því umhyggju. Barnið á að fá
að öskra sig þreytt, segja þeir.
— En skyldi þessi aðferð vera
eins heppileg og þeir fullyrða?
Þessi fyrsta reynsla barnsins
getur óafvitandi haft áhrif á
það seinna í lífinu. Fyrstu sjálf-
stæðu tilraunir þess til að fá
einhverju framgengt, hafa mis-
heppnast, og það getur hæglega
leitt til þess, að sem fuilorðið
verði það þeirrar skoðunar, að
ekki sé til neins að leggja á sig
erfiði til þess að ná settu marki.
Það fyrsta, sem það lærði hér
á jörðu, var einmitt, að slíkt
borgaði sig ekki.
Seinna, eftir að barnið fer að
bera sig um í stofunni og kemst
í kynni við allt hið nýja, sem
þar er, mæta því boð og bönn
við hvert fótmál. Það má ekki
snerta eða láta upp í sig allt
þetta nýja, þó að slíkt sé barn-
inu einmitt eiginlegt. Ef bönnín
eru mjög ströng, lama þau heíl-
brigða athafnaþrá barnsins, og
getur það einnig komið fram á
óheppilegan hátt seinna í lífinu.,
Mæðurnar lesa bækur um nær-
ingarþörf og tilfinningalíf barns-
ins og verða hræddar við að
gefa því mat og sýna því blíðu;
en ást og blíða er einmitt það,
sem barnið hefur mesta þörf
fyrir. Vitundin um, að það sé
elskað, gerir það ekki veiklund-
að, hún er einmitt hinn rétti
jarðvegur fyrir sjálfstæðiskennd
þess. Og þó að sjálfstæðiskennd-
in tjái sig í neitun eða þrjózku,
er ástæðulaust fyrir móðurina
að örvænta. Uppeldi hennar hef-
ur ekki mistekizt. Þar er einmitt
að finna vísinn að því sjálfstæði,
sem gera mun barnið óhæft til
að vera þegn í einræðisríki, og
slíka einstaklinga höfum við
þörf fyrir.
Öllu, sem við höfum gleymt
— öll bönnin frá fyrstu bernsku-
árunum, sem þá voru okkur