Úrval - 01.06.1948, Blaðsíða 92
90
ÚRVA-L
ur og börn voru í miðjum hópn-
um, en hraustari einstaklingar
utar, enda gerðu þeir útrásir og
fóru í könnunarleiðangra til
beggja hliða. Allir gengu hálf-
bognir og börnin gátu auðveld-
lega setið á herðum mæðra
sinna, með því að halda sér í
sítt hár þeirra.
Ef hætta var á ferðum, var
mæðrum og börnum komið und-
an fyrst, en feðurnir snerust til
varnar. Sem heild gat hópurinn
varizt árásum, en gamalmenni,
sjúklingar og unglingar, sem
drógust aftur úr, urðu fljótt
villidýrum að bráð.
Hópnum tókst þannig, á einn
eða annan hátt, að lifa af allar
árásir. Hin raunverulega hætta
var reyndar aldrei önnur en sú,
að forfeður mínir tækju að
ganga á fjórum fótum, þegar
þeir komu niður á sléttlendið.
Ef svo hefði farið, hefði tekið
fyrir allan þroska þeirra, hversu
mikið vit sem þeir hefðu annars
haft.
O
Tímabil skógarlífsins var
mörg þúsund aldir, og talið er
að það hafi tekið manninn sex
miljón ár að þroska fæturna
og venjast sléttulífinu. Það er
miklu lengri tími en síðan er
liðin, enda eru það ekki nema
um 1 miljón ár.
Hingað til hef ég talað um
„forfeður mína,” af því að ég
tel mig gerólíkan skógarbúun-
um, sem líktust öpum. En héð-
an í frá mun ég hætta að minn-
ast á þá, því að um þetta leyti
varð ég, maðurinn, til. Ég hafði
sem sé eignazt verkfæri, mál og
klæðnað, og ég hafði fundið eld-
inn og lært að sjóða mat minn.
Ég hafði fyrst lært að nota
verkfæri og það hafði ekki
reynzt erfitt. I skóginum hafði
ég vanizt á að grípa mn trjá-
greinar, og þegar ég var farinn
að ganga á tveim fótum, hafði
ég kunnað betur við að halda
um eitthvað. Og þar sem ég gat
ekki haldið um lifandi grein,
var ekkert eðlilegra en ég tæki
mér dauða grein eða kalkvist í
hönd. (Jafnvel enn þann dag í
dag ganga menn við staf.)
Þegar ég hafði slíka grein í
hendinni, var ég í raun réttri
búinn að eignazt verkfæri, því
að ég gat notað það til þess að
slá niður aldini og hnetur úr
trjágreinum. Og yrði ég fyrir
árás, gat ég barið með því —
það var orðið að kylfu!
Frá upphafi hafa feðurnir
hirt meira um að afla sér verk-