Úrval - 01.06.1948, Blaðsíða 78
76
ÚRVAL
dymar á tilraunaherberginu
fengu þeir „reiðtúr“ á öxl dr.
Wolfes heim í búrið sitt.
Aparnir virtust skilja þetta
nýja kerfi eftir að þeir höfðu
fengið no’kkra æfingu í því.
Þegar þeir fengu að velja,
sneyddu þeir hjá hvítu spila-
peningunum á meðan í boði voru
bláir, sem höfðu helmingi meiri
kaupmátt. Þegar þeir voru
þyrstir, sneyddu þeir bæði hjá
hvítum og bláum peningum, en
völdu rauða, sem hægt var að
fá vatn fyrir.
Afstaða þeirra til gulu pen-
inganna var að sumu leyti at-
hyglisverðust. Sumir þeirra
notuðu þá aldrei. Það voru þeir,
sem virtust fyllilega ánægðir
með að vera allan daginn í til-
raunaherberginu. Aðrir voru
alltaf að kaupa dr. Wolfe til að
bera sig heim. Einu sinni stóð
Búla við sjálfsalann og var að
kaupa sér appelsínur fyrir bláa
peninga, þegar dr. Wolfe opnaði
öskju með hvítri rottu í.
Hann setti rottuna á gólfið
við hliðina á Búlu. Andartak
starði hún á rottuna skelfingu
lostin. Svo smeygði hún sér var-
lega framhjá henni, greip gulan
pening, hljóp að dyrunum, stakk
peningnum í rifuna og stökk
upp á bak dr. Wolfes, skríkjandi
og tuldrandi öll ósköp.
Þess hefði mátt vænta, að
tilkoma peninganna í samfélagi
sjimpansanna leiddi til vand-
ræða fyrr eða síðar. Harðstjórn
og grimmd eru ekki óþekkt
fyrirbrigði meðal nánustu ætt-
ingja mannsins, en venjulega
lýsa þau sér á einfaldari hátt,
eins og t.d. með barsmíði maka
eða yfirráðum yfir matarforð-
anum. Nýjar og slóttugri að-
ferðir eru tiltækar, ef f jármagn
er annarsvegar.
Þegar Búla og Bimba lifðu.
í sama búri var látinn inn til
þeirra mikill f jársjóður af hvít-
um spilapeningum. Búla sló
strax eign sinni á nálega alia
peningana, og eftir voru aðeins
örfáir handa Bimbu. Hún mót-
mælti með blaðri og tilburðum,
skríkti og rétti fram tóma hönd-
ina.
Búla tók óþolinmóð einn pen-
ing úr hlaða sínum og fleygði
honum hirðuleysislega í lófa
Bimbu, eins og þegar ríkur
maður fleygir skildingi í betl-
ara. Þegar sjálfsalanum var
ekið upp að búrinu, þustu þær
báðar að til að eyða skilding-
unum sínum.
Búla hratt Bimbu hranalega