Úrval - 01.06.1948, Blaðsíða 34
32
ÚRVAL
meginástæðan til að svona mik-
ið af fiski eyðileggst er sú, að
fiskurinn liggur of lengi á þil-
farinu vegna þess að það þarf
að hausa hann,“ sagði formað-
ur togaraeigendafélagsins, Jack
Croft Baker, við mig.
„Það er ekki aðeins, að ó-
hausaður fiskur geymist betur,
heidur er miklu fljótar verið
að koma honum í ís, auk þess
sem færri menn þarf á togar-
ana, ef fiskurinn er ekki haus-
aður.“
Á stríðsárunum fyrirskipaði
matvælaráðuneytið, að fiskur-
inn skyldi hausaður, til þess að
skipin gætu flutt meiri fisk.
íslenzkir togarar fluttu meg-
inið af fiskinum til okkar á
stríðsárunum. Matvælaráðu-
neytið hefur nýlega samið við
íslenzka togaraeigendur, því að
það vill enn fá fisk frá þeim.
En íslendingar halda því fram,
að núverandi hámarksverð á ó-
hausuðum fiski (£2. ls. 6d. fyrir
kittið) sé of lágt fyrir þá. Verð
á hausuðum fiski er £3. ls. 6d.
fyrir kittið (77 kg.) og 5s. hærra
á veturna.
Þama liggur hundurinn graf-
inn. Fiskimenn okkar verða að.
halda áfram að hausa fiskinn,
horfa á hann skemmast á þii-
farinu, hafa fleiri menn á, sóa
dýrmætum matvælum, kolum og
vinnuafli, því að hver ferð leng-
ist um fjóra daga, og horfa upp
á fiskimið sín mengast af rotn-
andi fiskileifum — allt til þess
að íslenzkir fiskimenn geti hagm-
azt betur, því þeir hugsa ekki
um annað en veiða sem mest á
meðan verðið er hátt.
Eina svar okkar manna \úð
þessum samningi er ....
„Byggjum fleiri togara!“
0-00
Á förnum vegi.
Tveir rosknir bændur stóðu á grænmetistorginu í Birming-
ham, þegar fram hjá gekk kona í óvenjugóðum holdum, klædd
í nankinsbuxur. Það var mikill asi á henni, og bændunum varS
bersýnilega starsýnt á baksvipinn á henni, þangað til annar sagði:
„Mikið gengur nú á. Þetta er eins og tveir strákar í áflogum
undir teppi.“ — Wall Street Joumal.