Úrval - 01.06.1948, Blaðsíða 123
SJÁLFSÆVISAGA MANNSINS
121
ég numið hana og byggt. Hún
er ekki lengur neinn framtíðar-
draumur eða nýr heimur, held-
ur könnuð og orðin heimkynni
fjölda þjóða.
Hvað Magellan snertir, þá hef
ég hirt lítið um uppgötvun hans
til þessa. Einstaklingar mínir
eru rétt að byrja á því að hugsa
um einn heim en ekki þjóðir.
Magellan getur vel orðið tákn
þeirra aldar, sem nú er að hef j-
ast.
Uppgötvun Kopernikusar er
enn sem komið er aðeins verk-
efni fyrir ímyndunarafl mitt.
Ferð til annars hnattar virðist
enn vera jafn ólíkleg og ferð
umhverfis jörðina var á dögum
Rómverja.
O
Þar sem ég hef sagt frá upp-
götvunum þessa tímabils, ætla
ég að skýra frá þjóðfélagshátt-
um. Um árið 1000 e. Kr. réðu kon-
ungar ríkjum, en þjóðfélagið var
byggt upp af aðalsmönnum,
leysingjum og þrælum. Konung-
amir voru ekki einvaldir og
þrælar voru fáir. Einstaklingur-
inn var sjálfstæður og stóð fast
á rétti sínum gegn vaxandi veldi
konungsins.
í þessari togstreitu skapaðist
umboðsstjórnarformið, en það
var merkasta skrefið í félags-
legri þróun í þúsimd ár. Á tím-
um þorpanna hafði verið nóg að
feðurnir kæmu saman til að
taka ákvarðanir. En þegar kyn-
flokkurinn dreifðist víðs vegar
og þorpið varð að borg, sem
önnur þorp lutu, varð að finna
eitthvert annað ráð, því að á
þessum tímum voru allar sam-
göngur mjög erfiðar. Til dæmis
má geta þess, að á síðustu dög-
um Rómaveldis höfðu flestir í-
búar ítalíuskagans rómverskan
borgararétt en hið raunverulega
vald var í höndum borgaranna,
sem gátu kosið í Rómaborg. Af
þessu leiddi svo mikla pólitíska
spillingu, að flestir heiðarlegir
Italir vildu heldur lúta keisara-
stjórn, en stjóm, sem kosin var
af skrílnum í Róm.
En Evrópumenn tóku upp
þann sið, að láta kjósa fulltrúa
fyrir hvert hérað, og þessir full-
trúar mættu síðan á þingi.
Þannig gátu einstaklingarnir í
víðáttumiklu landi eflt með sér
samtök, til þess að sporna við
veldi konungsins eða einhverrar
borgar.
O
Nú er ég kominn að nútíman-
um í sögu minni, en höfuðein-
kenni hans er breytingin.