Úrval - 01.06.1948, Blaðsíða 103
SJÁLFSÆVISAGA MANNSINS
101
eða höfðu að minnsta kosti
stopult viðurværi. En þegar frá
leið, fóru þeir að leggja til hlið-
ar og geyma það, sem þeir gátu
ekki torgað. Þeir hafa senni-
lega lært þetta af öðrum dýrum,
sem alltaf hafa haft þennan sið.
Um langt skeið urðu frum-
mennirnir að keppa við önnur
dýr er þeir öfluðu sér fæðu.
Kornhænurnar átu berin, vís-
undarnir voru á beit, þar sem
korngrasið óx og svínin átu
akörnin. En að því kom, að
mennirnir tóku að skoða þessi
dýr sem átroðningsseggi. Þá
skapaðist ný málvenja:
„Sendum drengina til þess að
reka fuglana úr ávaxtatrján-
um okkar!“
„Við verðum að kveikja varð-
eld á þeim stað í kvöld, þar sem
hann flæmir vísundinn frá eng-
inu okkar!“
Þegar menn voru einu sinni
farnir að segja setningar eins
og „ávaxtatréð okkar“ og „eng-
ið okkar,“ þá höfðu þeir stigið
fyrsta sporið í áttina til akur-
yrkjunnar.
Þannig byrjaði ég fyrst á því
að vemda jurtirnar fyrir öðrum
dýrum, en síðan fór ég að
vernda þær fyrir öðrum jurtum
— ég fór að uppræta illgresi,
sem tafði fyrir þroska þeirra
eða tortímdi þeim. Síðar komst
ég að raun um, að það þurfti
einnig að vernda trén og akur-
lendið fyrir meðbræðrum mín-
um, sem ekki voru eins þroskað-
ir og ég. Ef einhver braut grein
af tré, um leið og hann sleit af
því aldini þess, þá var afleið-
ingin færri ávextir næsta ár.
Þetta þýddi, að hugsa varð ár
fram í tímann, en frummaður-
inn var á þessu stigi orðinn fær
um það. Unglingum var því
bannað að kveikja bál upp við
döðlupálma eða ganga á svæði,
þar sem korn óx.
Slíkar varúðarráðstafanir
urðu til þess að vernda villtan
jarðargróður og stuðluðu að því,
að uppskeran varð góð. Það var
ekki langt skref frá þessum ráð-
stöfunum til frumstæðs búskap-
ar. En þýðingarmesta atriði í
akuryrkjunni var að gróður-
setja fræið. Einn góðan veður-
dag hefur einhver tekið sig til
og gróðursett fræ, í þeirri von,
að fá uppskeru af því síðar.
Það er ókleift að komast að
raun um, hver þetta var eða
hverrar tegundar fræið var. En
það er hægt að geta sér dálítið
til. 1 fyrsta lagi gat ekki hafa
verið um trjáfræ að ræða, til