Úrval - 01.06.1948, Side 103

Úrval - 01.06.1948, Side 103
SJÁLFSÆVISAGA MANNSINS 101 eða höfðu að minnsta kosti stopult viðurværi. En þegar frá leið, fóru þeir að leggja til hlið- ar og geyma það, sem þeir gátu ekki torgað. Þeir hafa senni- lega lært þetta af öðrum dýrum, sem alltaf hafa haft þennan sið. Um langt skeið urðu frum- mennirnir að keppa við önnur dýr er þeir öfluðu sér fæðu. Kornhænurnar átu berin, vís- undarnir voru á beit, þar sem korngrasið óx og svínin átu akörnin. En að því kom, að mennirnir tóku að skoða þessi dýr sem átroðningsseggi. Þá skapaðist ný málvenja: „Sendum drengina til þess að reka fuglana úr ávaxtatrján- um okkar!“ „Við verðum að kveikja varð- eld á þeim stað í kvöld, þar sem hann flæmir vísundinn frá eng- inu okkar!“ Þegar menn voru einu sinni farnir að segja setningar eins og „ávaxtatréð okkar“ og „eng- ið okkar,“ þá höfðu þeir stigið fyrsta sporið í áttina til akur- yrkjunnar. Þannig byrjaði ég fyrst á því að vemda jurtirnar fyrir öðrum dýrum, en síðan fór ég að vernda þær fyrir öðrum jurtum — ég fór að uppræta illgresi, sem tafði fyrir þroska þeirra eða tortímdi þeim. Síðar komst ég að raun um, að það þurfti einnig að vernda trén og akur- lendið fyrir meðbræðrum mín- um, sem ekki voru eins þroskað- ir og ég. Ef einhver braut grein af tré, um leið og hann sleit af því aldini þess, þá var afleið- ingin færri ávextir næsta ár. Þetta þýddi, að hugsa varð ár fram í tímann, en frummaður- inn var á þessu stigi orðinn fær um það. Unglingum var því bannað að kveikja bál upp við döðlupálma eða ganga á svæði, þar sem korn óx. Slíkar varúðarráðstafanir urðu til þess að vernda villtan jarðargróður og stuðluðu að því, að uppskeran varð góð. Það var ekki langt skref frá þessum ráð- stöfunum til frumstæðs búskap- ar. En þýðingarmesta atriði í akuryrkjunni var að gróður- setja fræið. Einn góðan veður- dag hefur einhver tekið sig til og gróðursett fræ, í þeirri von, að fá uppskeru af því síðar. Það er ókleift að komast að raun um, hver þetta var eða hverrar tegundar fræið var. En það er hægt að geta sér dálítið til. 1 fyrsta lagi gat ekki hafa verið um trjáfræ að ræða, til
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.