Úrval - 01.06.1948, Blaðsíða 128
126
tTRVAL
ans og vísindi, sem hafa komið
því til leiðar. Hver sem hefur
lesið skáldsögur Dickens eða lit-
ið á myndir Hogarths sér rétti-
lega, að fólk var hvert öðru frá-
brugðnara í gamia daga. En það
munu ekki margir óska eftir
slíkum einstaklingseinkennum:
svörtum tönnum, lömuðum
handleggjum, gigtarhnútum,
ístrum og andlegum vanþroska.
Lýðræðið virðist óneitanlega
veita einstaklingnum meiri
þroskamöguleika en hann hafði
á tímum konunga og þræla-
halds. Einræðisstjórnir hafa
alltaf verið þekktar fyrir
að krefjast þess, að allir
höguðu sér eins. Stefnan í
menntamálum nútímans hneig-
ist að því, að sérhver einstakl-
ingur eigi að sinna því starfi,
sem samrýmanlegast er hæfi-
leikum hans.
O
Ég sagði í upphafi að saga mín
væri ljós og einföld. Ef til vill
hefur lesandanum þó fundizt
hún allflókin, og ég ætla því að
endurtaka hana í fám orðum.
Tímabilin eru þrjú. Á fyrsta
tímabilinu lifði ég á jurtafæðu.
Á öðru tímabilinu aflaði ég mér
jurtafæðu og stundaði dýraveið-
ar. Á þriðja tímabilinu lifði ég
aðallega á akuryrkju og kvik-
fjárrækt (og þetta tímabil er
ekki enn um um garð gengið,
eins og allir vita).
Lifnaðarhættir mínir hafa
samsvarað fæðuöflunaraðferð
minni. Þegar ég lifði á jurta-
fæðu, svipaði mér meira til apa
en manns. Þegar ég hóf veiðar,
fór ég að líkjast manni; ég
steikti mat minn og smíðaði
spjót og boga. Veiðihugurinn
þróaðist í mér, og ég er ekki
laus við hann ennþá.
Sem framleiðandi matvæla
hef ég lifað þrjú minniháttar
þróunarstig, sem einkum hafa
stafað af breytingum á félags-
legu lífi mínu. Fyrst var hið
skapandi tímabil þorpanna.
Næst kom tímabil konunga og
þrælahalds, og loks hef ég
á síðustu öldum lifað hið
skapandi tímabil nútíma upp-
finninga, sem hófst með stofn-
un voldugra lýðræðisríkja.
Að því er framtíðina varðar,
er fyrsta spurningin: „Verður
mér lengra lífs auðið?“
Ég er þeirrar skoðunar. Auð-
vitað er það fræðilegur mögu-
leiki, að einhver hnöttur rekist
á jörðina og ég brenni til ösku.
Eða að ég missi stjórn á kjarn-
orkunni og hún bani skapara