Úrval - 01.06.1948, Blaðsíða 32
30
tJrval
til íbúatalan væri komin niður
í tvo miljarða, sem yrði eftir
150 ár eða svo.
Sumum kann að virðast þetta
takmark of fjarlægt til að það
sé þess virði að berjast fyrir
því. En ef við berjumst ekki
fyrir því, mun það kosta börn
okkar og barnaböm enn harðari
og sársaukafyllri baráttu af
völdum hungursneyða, farsótta
og styrjalda, sem fylgja off jölg-
un fólksins jafnóumflýjanlega
og dagur fylgir nótt.
ik ~k ■&
Bamaskapwr.
Börnin mín em tiltölulega sannsögul, eftir því, sem gerist
um böm. En þegar þau skrökva, þá eru þau ekki aS klípa af því.
Sonur minn kom inn með gljáandi, splunkunýja harmoníku.
Ég sagði honum að fara með hana aftur til stráksins, sem hann
hefði narrað hana út úr. Hann neitaði, að hafa narrað hana út
úr nokkmm; hann sagðist ekki heldur hafa fundið hana. Hann
sagðist hafa búið hana til! Andspænis jafnblygðunarlausri föls-
un gafst ég upp og lét málið niður falla.
Dóttir mín týndi öðmm rúlluskautanum sínum. Hún sagði, að
maður hefði stolið honum úti á götu. Við spurðum hana, hvers
vegna hún hefði ekki kallað á lögregluþjón. Hún sagði, að mað-
urinn, sem stal skautanum, hefði verið lögregluþjónn. Aðspurð
hvers vegna lögregluþjónninn hefði aðeins stolið öðrum skaut-
anum, sagði hún, að hann hefði bara verið með einn fót. Við
þessu var ekkert hægt að segja, og við létum málið niður falla.
Svona sögur valda mér oft erfiðleikum. Til dæmis kom það
fyrir mig kvöld eitt, er ég var að flýta mér heim af skrifstof-
unni, og kom hlaupandi að lyftunni, að hurðin skall aftur við
nefið á mér og hálsbindið mitt festist milli stafs og hurðar. Ég
varð að standa þama eins og bundið naut, þangað til lyftan
kom upp aftur. Fyrir þessa töf missti ég af lestinni, og þegar
ég kom heim, spurði konan mig kuldalega, hvað hefði n ú
tafið mig. Eg varð auðmjúkur, sagðist hafa hitt kunningja, sem
endilega hefði viljað gefa mér snaps.
Ef ég hefði sagt henni eins og var, mundi hún hafa horft á
mig meðaumkunaraugum og sagt: „Nú ertu farinn að gera
börnunum skömm til.“
C. D. Rice i „This Week Magazine".