Úrval - 01.06.1948, Blaðsíða 28
26
ÚRVAL
og klætt er talið, að hann þurfi
afrakstur 2,5 ekra lands. Ef við
skiptum hinu ræktanlega landi
á íbúafjöldann eins og hann er
nú, koma aðeins 1,77 ekrur á
mann. Það er með öðrum orðum
þegar orðinn skortur á ræktun-
arlandi.
Hvernig kemst allt þetta fólk
þá af ? Skýringin er sú, að mikill
hluti mannkynsins býr við
miklu verra viðurværi en talið
er nauðsynlegt til að halda fullri
heilbrigði, enda er fólk stöðugt
að hrynja niður úr hungri; á
síðustu tímum 20 til 30 miljónir
á ári í meðaluppskeru. Sir John
Boyd Orr, formaður FAO lýsti
því nýlega yfir, að fyrir síðustu
styrjöld hefðu tveir þriöju hlut-
ar rnannkynsins búið við stöö-
ugan skort.
Áætlað er, að hægt sé að
rækta allt að einn og einn f jórða
miljarð ekra í viðbót við það,
sem nú er ræktað. En til þess að
land sé gott til ræktunar er
þrennt mikilvægt: loftslagið,
legan og jarðvegurinn. Um
mikið af hinu „ræktanlega“
landi má segja, að það upp-
fylli ekki nema eitt eða tvö af
þessum skilyrðum. Sannleikur-
inn er sá, að fróðir menn um
landbúnað telja, að ónotað gott
ræktunarland sé orðið mjög lítið
í heiminum.
Áætlanir um stórkostlegar
áveitur hafa verið gerðar með
það fyrir augum að auka mat-
vælaframleiðsluna í heiminum.
En — eins og tveir sérfræðing-
ar, Frank Pearson og Floyd
Harper, benda á í nýútkominni
bók sinni „Hungrið í heimimun"
— möguleikarnir á því að auka
framleiðsluna þannig eru mjög
takmarkaðir. Maðurinn hefur
þegar tekið áveitufyrirkomu-
lagið í notkun í stórum stíl.
Það er rétt, að ný, harðgerð
kornafbrigði munu á næstu
árum leggja undir sig nýtt land
og stuðla þannig að aukinni
kornframleiðslu. Ný maísaf-
brigði hafa gefið allt að 20%
meiri uppskeru en gömul af-
brigði. En þó að við gerum ráð
fyrir, að með nýjum, hveiti-,
rís- og rúgafbrigðum megi auka
framleiðsluna um 20%, segir
það lítið á móti 100% fjölgun
mannkynsins á næstu öld.
En hvað um gerfiáburð?
Dæmi eru til, að slíkur áburður
hafi tvöfaldað eða jafnvel þre-
faldað uppskeru. En það eru
takmörk fyrir því, hvað hægt er
að auka frjósemi jarðvegsins
með gerfiáburði, og næringar-