Úrval - 01.06.1948, Blaðsíða 57
AÐ KENNA SJÁLFUM SÉR AÐ TALA
55
reyndir, bæði með því að endur-
taka þær nógu oft, og eins af
því, að ég vonaði af öllu hjarta
að þær væru sannar:
Það var ekkert að óttast,
óttinn var aðeins leifar frá
bernskuárunum. Það var ekkert
sem neyddi mig til að stama.
Ég þurfti ekki að vera að hafa
áhyggjur út af fólkinu, sem
hiustaði á mig; stamið kvaldi
mig meira en það.
Ég tók í mig kjark, fór út á
götuna og spurði fyrsta ókunna
manninn, sem ég hitti, hvar
sporvagninn æki. Ég endurtók
svar hans, og enda þótt ég stam-
aði talsvert, var þetta ein mesta
gleðistund lífs míns. Eftir þetta
lagði ég mig í ,,hættu“ af fúsum
vilja, hvar sem ég gat komið
því við. Ég bað um dagblað, í
stað þess að taka það upp
sjálfur af borði blaðsölumanns-
ins. Ég gerði mér far um að
spyrja afgreiðslufólkið í búð-
unum um vörur. Ég talaði við
rakara og lyftuverði. Ég fór að
leika handknattleik, til þess
að kynnast fleira fólki.
Aðferðin heppnaðist.
Stamið hvarf, jafnskjótt og
óttinn. Að vísu gat það komið
fyrir, að ég hnyti um orð, en
það skeði æ sjaldnar.
Að lokum gleymdi ég hræðsl-
unni við stamið. Ég var mér
þess ekki lengur meðvitandi,
að ég væri að bera fram sér-
hvert orð. Ég hafði sigrað.
ooQ00
Misheppnuð mynd.
Presturinn var að húsvitja og meðan hann var að tala við hús-
freyjuna, tók hann eftir, að litla dóttirin á heimilinu var önnum
kafin með griffilinn sinn og töfluna, en mældi prestinn öðru
hverju með augunum.
„Hvað ertu að gera, Klara mín?“ spurði presturinn.
,,Ég er að teikna mynd af þér,“ sagði Klara.
Presturinn sat kyrr til að auðvelda listamanninum starfið, en
stundarkorni síðar hristi Klara höfuðið óánægð.
„Hún er ekki góð,“ sagði hún. „Ég ætla að setja á hana rófu
og gera úr henni hund-“
■— New Orleans Times—Picayune.