Úrval - 01.06.1948, Blaðsíða 20
18
URVALi
væri rík af lífi. Sampiero, hinn
mikli leiðtogi Korsíkumanna
gegn Genúamönnum, Theodor
Neuhof, hinn furðulegi ævin-
týramaður, sem varð eini krýndi
konungur Korsíku, Pascal Paoli,
hershöfðinginn og lögvitringur-
inn, sem tókst að lokum að
skipuleggja mótstöðuna gegn
Genúamönnum, stökkti þeim úr
landi, afhenti Bretum völd yfir
eynni, og varð að horfa upp á
það tveim árum seinna, að Bret-
ar framseldu Frökkum eyna —
allt voru þetta miklir leiðtogar
lítillar eyþjóðar, sem menn eins
og Rousseau, Flaubert, Boswell
og Voltaire spáðu mikilli fram-
tíð, og sem Grikkir höfðu mörg-
um öldum áður kallað Callista
sökum náttúrufegurðar eyjar-
innar (Calli er gríska og þýðir
fagur).
En undir franskri stjórn
komst á sæmilegur friður og
réttlæti og þá var ekki lengur
þörf á baráttu. Korsíka varð ein
af stoðunum undir nýlenauveldi
Frakka.
Við þetta hvarf sameiningar-
tákn eyjarskeggja og brottflutn-
ingur hófst í stórum stíl. Með
hverju ári flutti fleira fólk til
Marseilles, París, eða Norður-
Afríku. Það fann meiri tilgang
í lífinu f jarri eynni, sem skuggi
fortíðarinnar hvíldi á eins og
farg. Þeir, sem eftir urðu, sátu
í sljóu aðgerðarleysi í skugga
pálmatrjánna.
Því að eyjan sér að mestu
leyti um sig sjálf. Hún veitir
þegnum sínum fátækleg, en við-
unandi lífskjör, án þess þeir
þurfi að leggja hart að sér. Með
því að vinna fáeinar vikur á árí
að fiskveiðum, skógarhöggi eða
ræktun vínþrúgna, kastanía og
ólíva, framleiða þeir nægilegt
til að lifa áhyggjulausu lífi. Aðra
tíma ársins er ekkert, sem kall-
ar að, og nógur tími til að sitja
í skugga hinna háu fjalla og
horfa á bláan sæinn berast fram
hjá.
Á hverju ári koma útflytjend-
umir heim í leyfi f rá Frakklandá
eða Afríku — og í nokkrar vik-
ur seytlar lífið eins og blóð um
æðar út í afskekkta dali og
fjallahéruð eyjunnar. En með
haustinu, þegar rauðbrúnn litur
færist yfir maquirannana, leggst
eyjan aftur í dvala.
Fyrir styrjöldina lifði Korsíka
á fegurð sinni. Tíminn leið í
lygnum straumi; gnægð var af
mat og víni, loftslagið dásam-
legt, og ferðamenn nógu marg-
ir á hverju sumri til að gera.