Úrval - 01.06.1948, Blaðsíða 31
OF MARGT FÓLK
29
En allt þetta tekur langan
tíma.
Fyrsta afleiðing iðnþróunar-
innar er fólksfjölgun, því að
með bættum kjörum og meiri
menntun lækkar dánartalan, en
fæðingartalan helzt lengi vel
óbreytt eða hækkar jafnvel.
Takmörkun barneigna kemur
ekki til fyrr en kjörin hafa
batnað að mun og borgarbúum
hefur fjölgað á kostnað sveit-
anna. í Evrópu hefur þessi þró-
un tekið áratugi.
Hve fljótir verða Kínverjar,
sem hafa þá trú, að hamingja
sín eftir dauðann sé undir því
komin að eiga sem flesta af-
komendur í karllegg til að færa
sér fórnir og viðhalda gröfum
sínum, hve fljótir verða þeir til
að koma á hjá sér takmörkun
barneigna ? Eða Hindúar, er líta
á getnaðinn sem heilaga at-
höfn? Eða þær miljónir róm-
versk-kaþólskra manna, sem
kirkjan bannar að nota getn-
aðarverjur? Verður þetta nógu
snemma til að bjarga mannkyn-
inu frá vaxandi matvælaskorti ?
Vafalaust ekki.
„Á næstu fimmtíu árum,“
segir Guy Irving Burch, formað-
ur manntalstofnunafinnar í
Washington, „mun fólksfjölg-
unin varla geta orðið minni en
550 miljónir, jafnvel þó að al-
þjóðlegri áætlun um takmörkun
barneigna yrði hrundið í fram-
kvæmd.“
Þannig er þá útlitið næstu
áratugi. En hvað svo ? Er nokk-
ur von til að síðar geti náðst
jafnvægi milli matvælafram-
leiðslu og fólksfjölda?
Sérfræðingar telja, að þjóð-
irnar geti það — ef þær vilja
reyna. Fyrst verða þær, segja
sérfræðingarnir, að gera al-
þjóðaáætlun um æskilegan
fólksfjölda; því næst verður að
hefja áróður fyrir nauðsyn á
takmörkun fóiksfjölgunar og
kostum vísindalegrar takmörk-
unar á barneignum. Einnig þarf
að bæta lífskjör, menntun og
auka iðnað í löndum, sem
skammt eru á veg komin.
Áætlunin yrði að koma frá
alþjóðastofnun, sennilega frá
nefnd skipaðri af Sameinuðu
þjóðunum, og eiga vísan stuðn-
ing allra þjóða, annars kæmi
hún ekki að gagni.
Sérfræðingar telja, að hæfi-
legur fólksfjöldi sé tveir mil-
jarðar. Þegar framkvæmd áætl-
unarinnar væri komin vel á veg,
ættu barnsfæðingar að vera
10% færri en dauðsföll, þangað