Úrval - 01.06.1948, Blaðsíða 130
128
ÚRVAL
fara menn að rækta fiska sjáv-
arins líkt og sauðfé; þeir verða
varðir fyrir óvinum sínum og
reknir til svæða, þar sem nóg
er um æti. Jafnvel aldintré má
frjóvga með heppilegri skordýr-
um og jarðveginn munu menn
geta gert miklu frjósamari
með ræktun sérstakra jarðvegs-
baktería og ánamaðka.
Hvað snertir félagslegar
breytingar, þá hafa aðeins tvær
þjóðfélagshugmyndir komið
fram frá upphafi siðmenningar-
innar. Önnur var hið forna
skipulag þrælahalds og kon-
unga; hin er lýðræðisríki nútím-
ans. Sagan hallast á sveif með
hinni fyrri, en ég er ekki mjög
trúaður á, að sagan endurtaki
sig. (Hún endurtekur sig oftast
eins og viðlag í lagi — með til-
brigðum.) Ég held, að málið sé
alls ekki endanlega leyst, enn
sem komið er. Það geta orðið á-
tök um stund, en ég treysti mér
ekki til að spá um það, hver
muni verða sigurvegarinn eftir
eina öld eða fimm aldir. Á liðn-
nm tímum hefur einveldið ávallt
orðið ofan á af einni ástæðu.
Þegar fólkið tók að sér mat-
vælaframleiðsluna, var vanda-
málið æ hið sama. Áttu allir að
Vera matvinnungar, eða áttu
flestir að vera það, en nokkrir
útvaldir að lifa við betri kjör?
Svarið hefur alltaf verið já-
kvætt við síðustu spurninguna.
En lýðræðisskipulagið heldur
fram þriðju lausninni — að all-
ir eigi að lifa við mannsæmandi
kjör. Ef lýðræðisskipulaginu á
að takast að halda velli og leysa
vandamálið, verður það að kunna
fótum sínum forráð og varast
kenningar falsspámanna. Þar
sem lýðræðisskipulagið hefur
tekið ábyrgð á velferð allra
þegna, verður það líka að vinna
að því með oddi og egg, að þeir
hafi allir sömu möguleika.
Hvort sem einræði eða lýð-
ræði verður ofan á, er það spá
mín, að eftir eina eða tvær aldir
verði allur heimurinn kominn
undir eina stjórn. Slík eining er
óhjákvæmileg, eftir að véltækni
nútímans hefur stytt allar f jar-
lægðir svo mjög.
Og nú er ég kominn að lokum
sögu minnar til þessa dags. Hef-
ur hún verið góð eða slæm? Ég
get aðeins svarað því, að það
hefur að minnsta kosti gerzt
margt í henni. Jörðin og dýrin
virðast lítið hafa breytzt, frá
því að ég man fyrst eftir mér.
En ég hef að minnsta kosti ekki
verið aðgerðalaus!