Úrval - 01.06.1948, Blaðsíða 38
36
ÚRVAL
er eiginleg, getur margt skrít-
ið skeð. Þannig er t. d. hægt
að koma í veg fyrir, að jurt, sem
þarf stutta dagsbirtu, blómstri,
með því að bregða upp ljósi í
eina mínútu á „næturtímabili"
hennar; og jurtir, sem þurfa
langa dagsbirtu, er hægt að láta
blómstra ríkulega, hvenær sem
óskað er, með sömu aðferð.
Þessa aðferð eru garðyrkjumenn
nú farnir að nota til að láta
chrysanthemum blómstra hve-
nær, sem þeir vilja.
Eins og verðlag er nú á mat-
jurtum, er vellíklegt, að rækt-
un af þessu tagi geti orðið drjúg
tekjulind, jafnvel þótt hún sé
ekki í stærri stíl en svo, að hún
sé stunduð fyrst og fremst sem
tómstundavinna til skemmt-
unar.
o ® © o
Eftir hverju erum við að bíða?
Mörg- okkar lifa eins og við séum að bíða eftir að lífið byrji.
Það er ekki alltaf Ijóst eftir hverju við erum ’að bíða, en við
erum svo einráðin í að biða, að lífið fer fram hjá okkur á með-
an við bíðum eftir því, sem alltaf er að ske. Feður biða eftir
því að fá tima til að kynnast betur sonum sínum. En einn góð-
an veðurdag er fuglinn fleygur og floginn og beztu tækifærin
til að kynnast honum eru liðin hjá. Mæður eru með einlægan
ásetning að sinna dætrum sínum meira, vera þeim betri félagar.
En timinn líður, dæturnar vaxa upp og fara að heiman.
Gamlir vinir ætia að njóta félagsskapar hvers annars betur
— en árin líða. Eiginmenn og konur ætla að verða umhyggju-
samari og sanngjarnari í garð hvors annars. En tíminn einn
færir fólk ekki nær hvert öðru. Menn og konur ætla að leggja
niður ósiði, borða skynsamlegar og lifa ekki um efni fram.
En hvenær?
Vafalaust er þetta allt góður ásetningur — en hvenær í
ósköpunum ætlum við að byrja að lifa eins og við vitum að lifiS
— það er núna ? Þetta er okkar tími, okkar dagur, okkar kynslóð.
I himnaríki eða fyrir handan bíða önnur tækifæri og viðfangs-
efni. Þetta er lífið, sem er til þess ætlað að leysa störf jarð-
lífsins af hendi. Til þess erum við hingað komin — jafnvel þó
að okkur finnist það sé ekki eins og það ætti að vera. Þetta-
er það — hvort sem við erum ánægð eða óánægð, önnum
kafin eða löt og leið! Þetta er lífið — og það líður óðfluga. Eftir
hverju erum við að bíða? — Richard L. Evans.